Einar Kára, Guðmundur Andri og menntastefnan

Einar Kárason vakti máls á því að skólaganga barna og unglinga fór út af menntaveginum þegar Skólaljóðunum og utanbókarlærdómi var fargað. Guðmundur Andri tekur undir með Einari og telur misráðið að hafa tekið Skólaljóðin af námsskrá.

Skólaljóðin og utanbókarlærdómur í öðrum námsgreinum s.s. landafræði, sögu og náttúrufræði hafði þann kost að hrá þekking festist í minni. Misvel, vitanlega, eins gengur. En það mátti ganga að því vísu að börn úr grunnskóla þekktu tilteknar staðreyndir; ljóð, borgir, ártöl og þróunarkenninguna og fleira af sama tagi.

Menntastefna síðustu áratuga hvarf frá þekkingarviðmiðum til gildisviðmiða. Nú skulu börnin þekkja til lýðræðis, jafnréttis, sköpunar og sjálfbærni.

Mistökin eru þessi: án þekkingar á staðreyndum verða gildin svífandi í lausu lofti, fá enga festingu. Gamla kennsluaðferðin, ítroðslan, var með sínum annmörkum. En án þekkingargrunns verða gildin eins og þangið í ljóði Jóhanns: reikult og rótlaust og rekst um víðan sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Engu við þetta að bæta.

Ragnhildur Kolka, 10.7.2017 kl. 12:47

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég vil hinsvegar hér við bæta að afturför átti sér stað er Biblíusögur og Kristnifræði voru tekin út. Þar með var grunninum að siðferði okkar storkað en það blasir allstaðar við í samfélagi okkar í dag að hnignun hefur átt sér stað á því sviði, þó svo að það hafi alls ekki verið fullkomið áður fyrr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2017 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband