Pútín og Trump móðga Merkel eða ...?

Spiegel segir einkafund Trump og Pútín á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Hamborg tímasettan til að móða gestgjafann, Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Þeir Trump og Pútín stálu senunni á meðan loftslagsmál voru á dagskrá sem eru kanslaranum hjartans mál.

Kannski ranghvolfdi Merkel augunum þegar Pútín boðaði forföll. Og kannski sér Pútín eftir einkafundinum með Trump. Telegraph fullyrðir að sá bandaríski hafi étið Pútín - byggt á greiningu á ljósmyndum.

Pútín huggar sig við að New York Times gaf honum vinninginn, nánast áður en einkafundurinn hófst.

En kannski er lítið að marka fjölmiðlapælingar um móðganir og táknræna sigra. Mögulega er aðalfréttin að vinstrisinnaðir mótmælendur efndu til stríðsástands í Hamborg á meðan leiðtogarnir sátu fyrir ljósmyndurum.


mbl.is Ranghvolfdi augunum yfir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað hefur þú fyrir þér í því að mótmælendurnir hafi verið vinstri sinnaðuir? Í það mionnsta hluti mótmælaenda var að mótmæla alþjóðavæðingu og eru því skoðanabræður ýmiossa hægri öfgamanna þar með talið Trump.

Sigurður M Grétarsson, 8.7.2017 kl. 13:27

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er búið að hamra á því í öllum fjölmiðlum Sigurður, í það minnsta erlendum fjölmiðlum. En kannski er það bara "falsfrétt".

Gunnar Heiðarsson, 8.7.2017 kl. 18:35

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ætli þeir fjölmiðlamenn hafi spurt mótmælendur um stjórnmálaskoðanir þeirra? Þarna voru meðal annars margir umhverfisverdarsinnar og þeir eru bæði hægri og vinstri menn.

Sigurður M Grétarsson, 9.7.2017 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband