Macron stælir Trump og Pútín

Eftirspurn er eftir sterkum leiðtogum. Macron nýkjörinn Frakklandsforseti leitar i smiðju tveggja slíkra, Pútín og Trump, til að koma skilaboðum sínum á framfæri.

Franska útgáfan að sterkum leiðtoga sækir fyrirmyndina til stórveldistíma Frakka. Macron hélt boð í höll sólkonungsins, Lúðvíks 14da, í Versölum í tilefni af ávarpi sínu um stöðu frönsku þjóðarinnar.

Þjóðverjar, sem þekkja vel merkingu sterkra leiðtoga, tóku fram að sólkonungsvísunin væri ekki brandari. Spiegel rifjar upp áletrun í einu horni speglasalarins í Versölum: konungurinn stjórnar - og enginn annar.

Breska vinstriútgáfan, Guardian, er aftur gagnrýnni og greinir frá efasemdum um konungakomplex Macron. Bretar voru líka á undan Frökkum að hálshöggva sinn konung, 1649, á meðan Frakkar biðu allt til 1793 af setja Lúðvík 16da undir fallöxina.

Sterkir leiðtogar á vesturlöndum þurfa nú um stundir ekki að óttast aftöku nema í óeiginlegri merkingu í kosningum. Til skamms tíma bjuggust margir við að fyrirmynd Macron, Trump, yrði auðvelt skotmark í næstu umferð. En annað hljóð er komið í strokkinn.

Guardian dregur upp martröðina: hvað er Trump nýtur velgengni og fær endurkjör? Samkvæmt Guardian nær Trump til þeirra kjósendahópa sem ráða úrslitum í kosningum þótt hann sé hataður af fjölmiðlum.

Í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Vörumerki sveipa sig með þjóðrækni í anda Trump, sem til dæmis má sjá í þessari auglýsingu Budweiser.

Menn tárast af minni tilefni.


mbl.is Vill fækka þingmönnum um þriðjung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband