Mánudagur, 3. júlí 2017
Reiðir vinstrimenn - ánægðir íhaldsmenn
Vinstrimenn eru reiðir yfir fylgisleysi og eigin eymd. Illugi Jökulsson er sagður ,,æfur" yfir ástandinu og kennir auðvitað farsælum leiðtoga móðurflokks íslenskra stjórnmála um bágt ástand vinstriflokka.
Fyrir íhaldsmenn er sitjandi ríkisstjórn hreinn unaður. Hún er of veik til að gera eitthvað róttækt, sem er prýðisgott fyrir sanna íhaldsmenn, en nógu sterk til að koma í veg fyrir að vinstrarugl komist á dagskrá.
Rúsínan í pylsuendanum er að Sjálfstæðisflokkur styrkist en aukaflokkarnir staðfesta sig sem grænmetið með steikinni.
Stjórnin með tæplega 37% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grænmetið gagnast með góðlærinu.
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2017 kl. 23:42
Þar sem að vinstri menn vilja bæði múslima-mosku í sogamýrina og blása til sóknar með gaypride-fólki að þá treysti ég mér ekki til að stökkva á vinstri-vagninn.
Jón Þórhallsson, 4.7.2017 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.