Mánudagur, 3. júlí 2017
Byltingarsjónvarp múslíma - tveir vondir kostir
Katar hýsir sjónvarpsstöðina Al-Jazeera og fjögur nágrannaríki landsins krefjast þess að stöðinni verði lokað. Ástæðan er, segir höfundur bókar um sjónvarpsstöðina, er að Al-Jazeera boðar múslímska byltingu í arabaríkjum.
Hugh Miles skrifar í Guardian að hópar eins og Múslímska bræðralagið og Hamas séu líklegir að ná völdum í flestum arabaríkjum, annað hvort með byltingu eða í kosningum. Einræðisvaldhafar í nágrannaríkjum Katar telja Al-Jazeera styðja þessa hópa.
Á vesturlöndum er almenna viðhorfið að frjálsir fjölmiðlar séu nauðsynlegir lýðræðinu. Frá sjónarhóli valdhafa í arabaríkjum, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, eru frjálsir fjölmiðlar ógn við stöðugleika.
Samkvæmt greiningu Miles styður arabískur almenningur herskáa íslamista til að losna við spillt stjórnvöld.
Lýðræði í vestrænum skilningi kemur hvergi við sögu. Valið stendur á milli einræðis og íslamista sem boða einhverja útgáfu af múslímsku trúarríki. Ef þessi greining er rétt er viðbúið að vandræðin í múslímaríkjum verði varanleg næstu áratugina.
Katarar óttast ekki afleiðingarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.