Fimmtudagur, 29. júní 2017
Viðreisn í samfylkingarvanda
Viðreisn átti að vera bandamaður Samfylkingarinnar til hægri um pólitísk völd. Nafn flokksins vísar til viðreisnarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sjöunda áratug síðustu aldar.
Viðreisn var stofnuð af ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokknum. Aðild að Evrópusambandinu var stefnumálið sem skyldi binda saman Viðreisn og Samfylkingu. Þegar ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009 rann út í sandinn áramótin 2012/2013 var fótunum kippt undan tilverurétti Viðreisnar - áður en flokkurinn fékk tækifæri til að bjóða fram. Útreið Samfylkingar í síðustu kosningum girti fyrir alla vaxtarmöguleika.
Viðreisn mælist með um fimm prósent fylgi. Hópar innan flokksins vilja halda aukalandsþing til að gera upp við stefnuna og flokksforystuna.
Viðreisn og Samfylking ættu að slá tvær flugur í einu höggi. Halda sameiginlegan landsfund - og leggja báða flokkana niður.
Athugasemdir
Skríða Viðreisnarmenn til baka í Sjálfstæðisflokkinn, eftir kjörtímabilið eða fara þeir þangað, sem þeir eiga heima í LANDRÁÐAFYLKINGUNA?
Jóhann Elíasson, 29.6.2017 kl. 09:59
Það þarf ekki mikla greind til að sjá að Viðreisn er safn valdafíkinna Sjálfstæðismanna sem ekki fengu brautargegni í Valhöll.
Það er alvarlegt blæti hjá viðkomandi að tengja Engeyjar-Bensa við Samfylkinguna.
Þarftu ekki að fara að losna við þetta Samfóblæti Páll ?
Jón Ingi Cæsarsson, 29.6.2017 kl. 10:29
Rétt hjá þér, Jón Ingi Gæsarsson. Það þarf ekki mikla greind til að sjá hlutina með jafn bjöguðu hugafari og þú. En svona til athugunnar fyrir þig Jón Ingi Gæsarsson, þá er Viðreisn ekki Sjálfstæðisflokkur og stofnendur Viðreisnar þar með ekki Sjálfstæðismenn.
Við tengjumst öll með einhverjum hætti og sagt er að ég sé ættaður úr húnavatnssýslum og Mýrdal og þar með úr Örævum og af Austurlandi en líka af vestfjörðum og víðar þar suður af.
Það gæti hafa gerst að einhver formóðir mín hafi orðið þunguð með vilja eða ekki í Engey, og sé ég ekki af hverju hún eða ég ætti að þurfa að þola niðurlægingu af þinni hendi þess vegna.
Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2017 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.