Laugardagur, 24. júní 2017
Bandarískt heimilisböl; Pútín eignast vin í Macron
Talsmađur Trump Bandaríkjaforseta segir deilu Katar viđ fjögur arabaríki vera heimilisvanda araba. Nćr vćri ađ tala um bandarískt heimilisböl ţar sem allar fimm ţjóđirnar eru bandamenn Bandaríkjanna, Katarar ekki síst.
Á sama tíma eignast Pútín Rússlandsforseta vin í starfsbróđur sínum í Frakklandi, Macron, í málefnum miđausturlanda. Samkvćmt Newsweek vill Macron vinna međ Pútín viđ ađ upprćta samtök herskárra múslíma sem stađiđ hafa fyrir hryđjuverkum í Frakklandi síđustu misseri.
Bandaríkin og Nató, ţar međ taliđ Frakkland, vildu til skamms tíma steypa Assad Sýrlandsforseta af stóli. En Rússland er bakhjarl Assad.
Bandarísk stefnumótun í miđausturlöndum er lömuđ, ekki síst vegna ţess ađ Donald Trump forseti á í vök ađ verjast vegna ásakana um ađ hann sé strengjabrúđa Pútín.
Kunnáttumenn í alţjóđamálum, til dćmis Stephen F. Cohen, telja, líkt og Macron Frakklandsforseti, ađ Pútín og Rússland ćttu ađ vera bandamenn í málefnum miđausturlanda. En ráđandi viđhorf í Washington er ađ Pútín sé međ horn og klaufar. Ţađ eykur heimilisböliđ.
Katarar hafna öllum kröfunum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.