Laugardagur, 24. júní 2017
Viðreisn: samnefnari fyrir vantraust
Viðreisn er flokkur stofnaður á grunni vantrausts. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þurfti á öllu sínu að halda - í ólgu eftirhrunsins - ákváðu nokkrir sjálfstæðismenn að stofna Viðreisn. Meðal þeirra voru fyrrverandi formaður, Þorsteinn Pálsson, og varaformaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Formaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, var sjálfstæðismaður til áratuga.
Og hver var ástæða vantrausts viðreisnarmanna? Jú, stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. En hvað hefur reynslan sýnt? Jú, að stefna Sjálfstæðisflokksins var hárrétt. Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu væru öll viðskipti okkar við Bretland í uppnnámi vegna Brexit. Ísland yrði að treysta á að Brussel tryggði okkar viðskipti við Bretland. Hvaða líkur eru á að Brussel tæki mark á íslenskum hagsmunum í Brexit-viðræðum? Engar.
Brexit felur í sér að Evrópusambandið er orðið að félagsskap meginlandsríkja Evrópu. Ísland sem eyland á Norður-Atlantshafi væri þar eins og krækiber í helvíti.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreinsnar kvartar undan tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins. Við hverju bjóst hann? Grunnhugmyndin með stofnun Viðreisnar er dómgreindarlaust rugl, eins og reynslan sýnir svart á hvítu. Á að treysta dómgreindarlausu fólki?
Almenningur treystir ekki Viðreins, svo mikið er víst. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna að flokkurinn myndi þurrkast út af þingi yrði kosið núna.
Sjálfstæðismenn treysta ekki Viðreisn, almenningur ekki heldur. Og nú bætast við talsmenn annarra stjórnmálaflokka sem segjast ekki treysta fulltrúa Viðreisnar í nefnd um sjávarútvegsmál.
Ósætti innan veiðigjaldanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð að vera ekki ósammála þessari greiningu fyrrum kjósanda VG
Halldór Jónsson, 24.6.2017 kl. 10:33
Ætli sé ekki rétt að bæta vanhæfi við samnefnarann?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 24.6.2017 kl. 11:35
Viðreisn mun alrei njóta trausts með Benedikt, Steina sniðuga og Kúlulánadrottininguna í fremstu víglínu, fólk engin viti borin manneskja ber traust til.
Hrossabrestur, 24.6.2017 kl. 14:52
Samansafn af undirmáli
Níels A. Ársælsson., 27.6.2017 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.