Borgaralaun og afnám velferðarríkisins

Borgaralaun er að allir fái tiltekna fjárhæð frá ríkinu, burtséð frá því hvort þeir séu ríkir eða fátækir, atvinnulausir eða í vinnu, heilbrigðir eða öryrkjar. Engar kvaðir fylgja borgaralaunum, ekkert umsóknarferli eða mat á þörf viðtakenda fyrir opinbera framfærslu.

Tilraunir með borgaralaun hafa verið gerðar í Finnlandi og Kanada ætlar að prófa fyrirkomulagið. Hér heima hafa Píratar kynnt hugmyndina, sem ættuð er af vinstri væng stjórnmálanna.

Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian vekur máls á hugveita hægrimanna, kennd við Adam Smith, tekur undir borgaralaun með þeim formerkjum að þau komi í stað velferðarkerfisins.

Borgaralaun í útgáfu frjálshyggjunnar kæmu í staðinn fyrir afskiptasamt ríkisvald sem vegur og metur þörf borgaranna fyrir opinbera framfærslu.

Ef hægrimenn almennt taka undir hugmyndina um borgaralaun gæti myndast breið samstaða um að efna til þeirra og losna í leiðinni við velferðarkerfið. En þá er hætt við að heyrist hljóð úr vinstra horni stjórnmálanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Þá borgar það sig ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2017 kl. 02:47

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það getur verið snúið að gefa peninga.

Ragnhildur Kolka, 24.6.2017 kl. 10:51

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Það eru einungis tvær leiðir til að koma á borgarlaunum, afnema velferðakerfið eða auka stórlega skattheimtu. Hvorug leiðin er spennandi eða til þess fallin að auka velferð almennings og hvorug leiðin mun bæta hag þeirra sem minna mega sín.

Gunnar Heiðarsson, 25.6.2017 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband