Miðvikudagur, 21. júní 2017
Fúll-á-móti fylgið frá Vinstri grænum
Rótlausa fylgið studdi Vinstri græna síðustu kosningar. Þeir rótlausu eru alltaf tilbúnir að stökkva á óraunhæfar allsherjarlausnir; bylting í dag, innganga í ESB á morgun og þar á eftir að opna landamærin upp á gátt.
En fyrst og fremst eru þeir rótlausu fastir í hlutverkinu að vera fúll á móti.
Fúll á móti gerði Pírata stærsta flokkinn á síðasta kjörtímabili - þ.e. í skoðanakönnunum. Þegar til átti að taka, og gera Pírata að ráðandi landsstjórnarflokki, heyktist rótlausa fylgið á ruglinu í sjálfu sér og kaus Vinstri græna, sem er íhaldssöm útgáfa af fúll á móti.
Eðli málsins samkvæmt staldrar fúll á móti ekki lengi við í sama flokknum. Eins og afbrotamenn fá uppreisn æru hjá forseta, eftir lögmálum sem enginn skilur, er Samfylkingin komin í náðina hjá fúlum á móti.
Samfylkingin hefur ekkert gert til að verðskulda aukið fylgi. Nema, kannski, eins og aðrir afbrotamenn, afplánað dóminn sinn frá síðustu kosningum.
Björt framtíð mælist ekki með mann inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur oft vafist fyrir mér samheiti yfir þá "fúlu á móti" þegar þeir eru ekki endilega bundnir vinstri'flokkum. Aldeilis fínt að nýta sér efnið hér og kalla þá samfúla.
Helga Kristjánsdóttir, 21.6.2017 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.