Flóttafólk er byrði - Þorsteinn biður um sjálfsblekkingu

Flóttamenn eru byrði. Það eitt að flokka þá kostar milljarða, samanber fjárframlög til Útlendingastofnunar síðast liðin ár.

Eftir að búið að er flokka flóttamenn, og veita sumum hæli, þarf að hýsa þá og fæða og klæða. Það kostar aðra milljarða.

Aðlögun flóttamanna að íslensku samfélagi kostar líka peninga.

Ef vel tekst til geta flóttamenn orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. En þangað til eru þeir byrði.

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra biður okkur um að ,,hætta að líta á flóttafólk sem byrði".

Þorsteinn, sem enn er blautur á bakvið eyrun sem pólitíkus, biður samfélagið að taka þátt í sjálfsblekkingu. Eflaust er Þorsteinn vel meinandi þótt ekki stigi hann í vitið.


mbl.is „Hættum að líta á flóttafólk sem byrði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

 Voru Victor Urbancich, Fritz Weizhappel, Franz Mixa, Róbert Abraham Ottóson, Jose M. Riba, Carl Billich, Jósep Fellsmann og Jan Moravek byrðar á þjóðinni á meðan þeir voru að aðlagast íslensku samfélagi og læra tungumálið?

Ómar Ragnarsson, 13.6.2017 kl. 17:27

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Var Útlendingastofnun til þegar þeir sem þú nefnir, Ómar, komu til landsins?

Páll Vilhjálmsson, 13.6.2017 kl. 18:53

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Förum varlega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2017 kl. 20:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þorsteinn er vígreifur í ræðustóli í Genf hjá ILO.Ekki búinn að vera lengi í stjórn,en gat rubbað af samþykkt þingsins um ný lög sem kallast" jafnlaunavottun"en er engan vegin fullkláruð,ekki ónýtt það,að geta svo gasprað um að Ísland sé komið í forystuhlutverk í jafnréttismálum á alþjóðavísu.--Ég held miklu frekar að almenningur líti á ESB'stjórnmámenn sem byrði.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2017 kl. 21:45

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leðrétt; ESB-stjórnmálamenn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2017 kl. 22:07

6 Smámynd: rhansen

þessi Nuverandi Rikisstjorn er öll ein byrði og versnar bara su byrði ef við ekki losum okkur við hana !

rhansen, 13.6.2017 kl. 23:28

7 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Þegar Alþini er búið að skila öllum íslendingum þjófstolna Ellstyrknum/ ellilífeyrinum að fullu og afturvirkt að fullu, þá er kannske eftir að skoða önnur þjóðþrifamál. Aðeins þegar allir Íslenskir þegnar fá það sem þeir eiga fullan rétt á, þá getum við kíkt á erlenda hluti.

Af hverju eru þingmenn ráðherrar og fólk í efri lögum embættiskerfisins búnir að sammælast að stela "Lambi fátæka Mannsins" þeas mínusa Ellistyrk/Ellilaun sem sérhver landsmaður á fullann rétt að fá, algjörlegaóháð tekjum?

Svarið er einfalt, þetta fólk fær svo miklu miklu meira, að 200-300 þúsund, sem öllum Íslendingum ber án tillits til innkomu,er þessu fólki svo ótrúlega lítils virði,
þeim munar lítið sem ekkert um að missa af ellistyrknum að þeirra mati (hvað er 200.000,- til 300.000,- til að missa af fyrir þetta fólk?? skiptir það nánast ekki máli!!
á meðan sauðsvartur Almenningurinn er skattpíndur til að borga inn í þeirra óskerta lífeyrissjóð meiripartinn af því sem þarf til að geta borgað óskert út, gagnstætt Sauðsvörtum almúganum.

þeir fengju ekki feitt út úr því sem þeirra eigin lífeyrissjóðsgreiðslur myndi borga þeim, ef þeir gætu ekki þjófstolið af almenningi.

Sama dag og reglunum yrði breitt þannig að aðeins, innborgað og ávaxtað kæmi þessu fólki til greiðslu, ekkert viðbótarskattfé mætti nota til að hada óskertum greiðslum, þá myndi merkilegur hlutur gerast:

samþykkt yrði að endurskoða Ellistyrk/Ellilífeyri og færa til fyrra horfs, sennilega með því að horfa til kjararáðs yrði allt að fullu afturvirkt ferá byrjyn fyrstu skerðinga og á fullum vöxtum.

Kolbeinn Pálsson, 13.6.2017 kl. 23:30

8 Smámynd: Hörður Þormar

Ef Ómar Ragnarsson er að setja þá sem fluttust til Íslands frá hjarta Evrópu í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar, nauðugir viljugir, í flokk með hælisleitendum sem nú koma frá múslimalöndum, þá er hann á miklum villigötum, því miður.

Það fólk sem nú streymir til Evrópu kemur úr allt öðrum menningarheimi og á yfirleitt  mjög erfitt með að tileinka sér vestræn gildi.

Sem betur fer þá hefur sumum tekist það, oft eftir harða innri baráttu. Meðal þeirra er sálfræðingurinn, ísraelski Arabinn, Ahmad Mansour.

Hér lýsir hann vandamálum ungra múslima í Þýskalandi og vangetu yfirvalda við að fást við þau:  Ahmad Mansour | Wie antworten wir auf eine vorwiegend muslimische Einwanderung?  

Hörður Þormar, 14.6.2017 kl. 00:50

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Flóttafólk er allt annar eðlis en hælisleitendur. Þeir síðanefndu eru að koma til að láta okkur ala önn fyrir sér og verða okkur til einskis gagns í það heila tekið. Og séu þeir múslímar eru lítil líkindi til að þeir aðlagist okkur jafnvel í fleiri ættliði.Og þeir fjölga sé auk þess eins og kanínur á móti okkar rúma eina barni.

Við Íslelndingar hegðum okkur eins og idjótar gagnvart hættunni sem stafar af þessu fólki sem er alls ekki einsleitur hópur. Menntaður kristinn maður frá Kúrdistan er verðmætur innflytjandi meðan fjölskylda frá Sómalíu er það ekki. Fólk er ekki sama og fólk. Og me nntun og ekki-Islamstrú á að vera metinn þáttur í vali innflytjenda.

Halldór Jónsson, 14.6.2017 kl. 09:57

10 Smámynd: Merry

Ég er sammála Halldór Jónsson hér. Menntað, kristinn fólk á auðvitað vera sett í förgång yfir þetta muslima heimskingjar.

Merry, 14.6.2017 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband