Meginregla í meiðyrðamálum staðfest

Gildisummæli um nafngreinda einstaklinga eru hluti af frjálsri orðræðu. Ef einhver segir einhvern skíthæl er það refsilaust. Ásökun um lögbrot er aftur annar handleggur. Lögin vernda æru manna gegn slíkum áburði.

Ólafur Arnarson var dæmdur í héraðsdómi fyrir aðdróttun um að framkvæmdastjóri LÍÚ hafi brotið af sér í starfi. Í dómnum segir:

,,Því hefur verið haldið fram við mig að mögulega viti enginn í stjórn LÍÚ um milljóna stuðning samtakanna við nafnlaus níðskrif á AMX – að framkvæmdastjórinn hafi einn ákveðið að nota fjármuni samtakanna með þessum hætti.“ þykir að mati dómsins mega skilja sem aðdróttun um umboðssvik og vanrækslu í starfi þar sem að með þeim sé gefið í skyn að stefnandi ráðstafi fjármunum LÍÚ í andstöðu við vilja stjórnar samtakanna og þá án heimildar. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að ummælin séu sönn en fyrir því ber hann sönnunarbyrði.(undirstrikun pv).

Í þessu tilfelli staðfestir Mannréttindadómstóll Evrópu viðtekna dómavenju á Íslandi.


mbl.is Braut ekki gegn Ólafi í meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband