Lýðræði, þjóðarvilji og týnd frásögn

Lýðræðið er í tilvistarvanda, segir einn ritstjóra BBC um úrslit bresku þingkosninganna sem skilaði Bretum stjórnarkreppu. Þriðjungur kjósenda sat heima. Í Frakklandi sat helmingur kjósenda heima - vildi ekki taka þátt í að móta pólitíska framtíð landsins sem er vagga nútímalýðræðis.

Lýðræðinu er ætla að leiða fram þjóðarvilja. En þjóðarvilji birtist í ráðandi frásögn. Einu sinni var velferðarríkið mál málanna, seinna varð frjálshyggja ríkjandi frásögn.

Skortur á ráðandi frásögn er regla fremur en undantekning í vestrænum ríkjum. Jafnvel í okkar litla einsleita landi er ekki að finna rauðan pólitískan þráð. Eða um hvað voru síðustu alþingiskosningar? Nei, einmitt, það er á huldu. Enda skiluðu kosningarnar okkur þriggja mánaða stjórnarkreppu.

Um tíma, tvo til þrjá áratugi í kringum síðustu aldamót, var alþjóðahyggja samnefnarinn. Eins og oft berast erlendir straumar seint til Íslands. Um síðir kom hún þó í líki ESB-umsóknar. En þá var botninn dottinn úr henni í vestrænum útlöndum. Fjármálakreppan 2008, evru-kreppan í framhaldi, flóttamannavandinn og loks, á síðasta ári, Brexit og sigur Trump í Bandaríkjunum, gerðu út af við glóbalisma sem frásögn.

Leit að nýrri frásögn stendur yfir. Þjóðernishyggja er vaxandi en einnig sósíalismi, sem hvorttveggja er góss úr fortíðinni. Menn leita til fortíðar þegar þeir sjá illa til framtíðarinnar. Og þess vegna er lýðræðið í kreppu.


mbl.is „Ég kom okkur í þessar ógöngur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband