Umsóknaræra Ástráðs

Ástráður Haraldsson ásamt nokkrum tugum lögfræðinga sótti um stöðu dómara við landsrétt. Líkt og ýmsir aðrir fékk Ástráður ekki stöðu við dóminn.

Ástráður stefnir ríkinu og fer fram ,,á milljón krónur í miskabætur vegna þeirrar ólögmætu meingerðar gegn æru hans sem fólst í ákvörðuninni."

Íslensk lögfræði getur orðið dálítið sérstök í meðförum fræðinganna sem um véla. Nýjasta nýtt er að umsóknaræra verður að féþúfu. Snoturt.


mbl.is Ástráður vill eina milljón í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað með æru umsækjendanna sem lentu neðst á listanum? Telji þeir rökfærslu Ástráðs gilda hljóta þeir allir frá og með #16 að gera kröfu um milljón á mann. Allt tilkomið vegna þess að nefndin, samkvæmt geðþótta, ákvað að skipta störfu niður í einingar og ákvað síðan upp á sitt eindæmi vægi hverrar einingar fyrir sig.

Ragnhildur Kolka, 12.6.2017 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband