Svavar, Corbyn og unglingafylgi róttækra öldunga

Svavar Gestsson, fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, gerir því skóna að formaður breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, sé vinstri grænn. Líklega er það rétt; væri Corbyn íslenskur yrðu Vinstri grænir flokksheimili hans.

Í alþjóðlegu samhengi er Corbyn jafnað við tvo aðra róttæka öldunga, Bernie Sanders og Jean-Luc Mélenchon, sem nýlega gerðu gott mót í bandarísku og frönsku forsetakosningunum.

Annað sem sameinar Corbyn, Sanders og Mélenchon er að þeir höfða meira til ungra kjósenda en þeirra eldri. Hvað veldur því að róttækir vinstrimenn á gamals aldri fá stuðning yngstu kjósendanna?

Nærtækasta skýringin er að unga fólkið hafnar kapítalismanum og leitar að valkosti við ríkjandi kerfi. Unglingarnir muna ekki þá tíð þegar sósíalisminn var praktíseraður í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Það er ekki tilviljun að gömlu róttæklingarnir ná árangri í Vestur-Evrópu; austan Oder vita allar kynslóðir hvað sósíalisminn þýðir í framkvæmd.

Gömlu róttæklingarnir ganga á milli bols og höfuðs á frjálslyndum vinstrimönnum. Bernie Sanders veikti framboð Hillary Clinton í Bandaríkjunum, Corbyn stútaði Blairistum í Bretlandi og Mélenchon skilur eftir sig sviðna jörð frjálslynda sósíalista í Frakklandi.

Til að stöðva framrás róttæka öldungavinstrisins verða hægrimenn að kveikja á þeirri staðreynd að meiri kapítalismi er ekki svarið. Það er engin eftirspurn eftir einkavæðingu og markaðslausnum, allra síst þar sem reynslan sýnir yfirburði samfélagsrekstrar, í heilbrigðismálum og menntakerfinu.

Til að halda völdum losaði Theresa Mey sig við ráðgjafa sína, sem kunnu ekki að lesa tímanna tákn. Á Íslandi eru Vinstri grænir næst stærsti flokkur landsins og þess albúnir að verða stærstir, - jafnvel þótt formaður þeirra sé ekki beinlínis öldungur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í haust ætti að ígrunda málefnastöðu sína og læra af mistökum breska Íhaldsflokksins.


mbl.is Ráðgjafar May segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má bæta því við að unga fólkið fær enga fræðslu Um hvað sósíalismi er í praktis. Kennarar eru flestir hallir undir sósíalismann og RÚV passar vel uppá að aldrei komi fram að hungursneyðin og óeirðirnar í Venesúela séu afrakstur sósíalískrar hugsunar. Kúba er ekki lengur víti til varnaðar og Che Guevara hefur verið tekin í guðatölu.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2017 kl. 15:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar sluppu fyrir horn að fá ekki breskan Steingrím J.  Downingstræti 10. 

Einkavæðingarstefna Sjálfstæðismanna og nepotism light, mun gera það að verkum að þeir munu aldrei skríða yfir þennan fjórðung sem þeir sitja í. Rikisrekstur er nauðsynlegur í grunnþáttum samfélagsþjónustugreina. Það sem er að er stórgallað embættismannakerfi, sem gerir þennan rekstur dýrari en þörf er á. Myndun klíka og smákónga innan lerfisins sem blóðmjólka ríkiskassann er vandinn. Miðstjórnin þarf að vera nær þinginu og svo þarf að afnema æviráðningar og hafa ráðningakerfið það sama og á almennum markaði. (Sama með ráðuneytisstjóra)

Nú á tölvuöld á ekki að vera mikið mál að hafa yfirlit og eftirlit með rekstri og og fjárútlátum stofnana, dag frá degi, en það er ekki gert nema grófum dráttum. Óskilvísi opinbers rekstrar er vegna skorts á yfirsýn. Maður hefði haldið að ríkisendurskoðun ætti að sjá um það, en svo er ekki að sjá. 

Við hver fjárlög fara þessar stofnanir í stríð við vinnuveitandann með hótunum og mála skrattann á vegginn. Til þessa virðast þeir fá almannatengla með sér í lið sem hafa svo greiðan aðgang að fjölmiðlum með harmsögurnar til að grenja út meira. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2017 kl. 15:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vandinn við ríkisreknar stofnanir er sá að þeir sem stjórna þeim og starfa þar vilja fá kökuna fyrir sig og éta hana. Vilja einkavæðingu. Þessvegna eru þessir aðilar fremstir í að tala niður reksturinn.

Einkavæðing er enda bara að nafninu til, því áfram leggur ríkið til rekstrarféð, borga fyrir hvert sjúkrarúm, greiða hvern meter af vegum, en einstaklingarnir setja arðinn í eigin vasa. Reksturinn verður jú agaðri því gróðavonin knýr menn til að skila sem bestum árangri með "hagræðingu" gjaldtöku og fleiru.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2017 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband