Guðni sýnir Jóni Þór fingurinn

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata bjó til tveggja daga vinnu fyrir forsetaembættið með hávaða og látum innan og utan alþingis. Forsetinn sýndi Jóni Þór fingurinn á diplómatískan hátt.

Jón Þór og stuðningsmenn hans í vinstraliðinu vildu fremur karldómara en kvenkyns í landsrétt og gerðu hríð að meirihluta þings og dómsmálaráðherra.

Krafa Jóns Þórs og félaga var að forsetinn blandaði sér í ákvörðun alþingis og framkvæmdavaldsins og ylli með því stjórnskipunarkreppu. Píratar og vinstrimenn þrífast best í kreppuástandi. En forsetinn, góðu heilli, sýndi óreiðufólkinu fingurinn.


mbl.is Forsetinn undirritaði skipunarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú kannt að strá salti í sárin.

Ragnhildur Kolka, 8.6.2017 kl. 19:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru mikil vonbrigði að forsetinn skuli hafa skipað fimmtán dómara án þess að hafa til þess neina lagaheimild. Fyrir fram hefði maður ekki trúað slíku upp á þann ágæta mann sem nú gegnir embættinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2017 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband