Miðvikudagur, 7. júní 2017
Maðurinn eldist um 100 þúsund ár
Talið var að uppruna mannkyns, homo sapiens, mætti rekja til Austur-Afríku fyrir um 200 þúsund árum. Nýr fornleifafundur í Marokkó gefur til kynna að þar hafi spásserað homo sapiens fyrir um 300 þúsund árum.
Marokkó er við Miðjarðarhaf og þessi fundur rennir stoðum undir kenningu um að Miðjarðarhafið sé vagga mannkyns. Fornleifafundir í Búlgaríu og Grikkland færðu sameiginlegan forföður okkar og apa norður fyrir Miðjarðarhaf.
Spennandi tímar í leitinni að uppruna mannsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.