Miðvikudagur, 7. júní 2017
Trúarstríð múslíma frá 1979
Tvær megingreinar múslíma eru súnní og shíta. Öflugasta súnna-ríkið er Sádía-Arabía en Íran er fremsta ríki shíta. Árið 1979 varð Íran trúarríki, þegar keisaranum var steypt af stóli og Kohmeini erkiklerkur tók við völdum.
Sama ár, 1979, sölsaði Saddam Hussein undir sig öll völd í Írak. Hussein var veraldlegur súnni. Fyrsta Persaflólastríðið hóft strax árið eftir og þar stríddu Íranir og Írakar í átta ár. Líklega féllu um milljón manns í stríðinu.
Eftir 1979 er nær samfelldur ófriður í miðausturlöndum. Annað Persaflóastríði stendur 1990-1991 þar sem Írak réðst inn í Kuwait en Bandaríkin frelsuðu smáríkið. Þriðja Persaflóastríðið, stunda kallað gleymda stríðið, voru alþjóðlegar efnahagsþvinganir gagnvart Íran, en talið er að þær hafi kostað 700 þúsund mannslíf.
Fjórða Persaflóastríð hófst með innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 og telst lokið 2011, þótt bandarískar hersveitir séu enn í landinu.
Írak er núna shíta-ríki, eftir fall Hussein 2003, sem stjórnaði shíta-meirihlutanum með ógnarstjórn. Stóru súnna-ríkin Sádí-Arabía og Tyrkland eru ekki kát með aukinn styrk shíta.
Og þá er komið að fimmta Persaflóastríðinu, borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, sem hófst 2011. Assad forseti er hluti af shíta-fylkingunni en súnna-ríkin vilja hann feigan. Ef Assad heldur velli, með stuðningi Írana, er kominn fleygur shíta ríkja, Íran-Írak-Sýrland, frá landamærunum við Afganistan/Pakistan til Miðjarðarhafs. Súnnum er það þvert um geð, eins og nærri má geta.
Trúarstríð múslíma er tveggja þátta. Í fyrsta lagi er það milli súnna og shíta. Í öðru lagi stafar það af vangetu múslíma að brjóta af sér hlekki trúarinnar. Á meðan trúarsannfæringin leikur lausum hala í stjórnmálum verður enginn friður. Múslímatrú er frá upphafi á sjöundu öld samfelld saga ofbeldis og ófriðar.
Múslímaríkin fyrir botni Miðjarðarhafs fengu framhaldslíf á seinni hluta síðustu aldar sökum þess að þau sátu á olíubirgðum. Þau gátu keypt sig frá vandræðum við að aðlaga sig nútímanum með olíuauð. En það er ekki hægt lengur, olíufatið kostar 50 dollara, en var áður í 100 dollurum. Minni eftirspurn og ný tækni, bergbrot, gerir múslímaríkin hlutfallslega fátækari.
Og þegar fátækt og vandræði við að aðlagast nútímanum fara saman verður ófriður. Í Evrópusögunni eru nærtæk dæmi um 30 ára stríðið á 17. öld og frönsku byltinguna í lok 18. aldar. Rússneska byltingin 1917 var af sömu rót.
Trúarstríð eru sérstaklega slæm sökum þess að deiluaðilar láta sér í léttu rúmi liggja að ófriðurinn skapi helvíti á jörðu enda bíður þeirra sjálft himnaríkið.
Tólf látnir og 39 særðir í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll aftur Páll
Þú reyndar minnist ekki á það hérna, hvernig CIA kom honum Mosaddek karlinum í burtu og frá völdum fyrir bresku olíufélögin. Stjórnvöld í Bandaríkjum höfðu haft töluverð afskipti af Íran og vildu stjórna öllu þarna, en Mosaddek karlinn vildi að þessar olíuauðlindir tilheyrðu Íran. Því studdu leynt og ljóst stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi áætlun um að koma honum Mosaddek frá völdum með stjórnarbyltingu. Nú stjórnarbyltingin með stuðningi MI6 og CIA tókst, og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum fengu sinn mann Mohammad Reza Shah, er þau gátu síðan selt vopn til næstu árin fram til ársins 1980. Í dag þá er vitað til þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi haft samskipti við hann Ayatollah Khomeini karlinn. Ekki má heldur gleyma að minnast á allan þann stuðning er stjórnvöld í Bandaríkjunum veittu Saddam Hussein í stríðinu gegn Íran.
En það er ekki rétt að það hafi byrjað borastyrjöld í Sýrlandi 2011, þessari lygi komu MSM -fjölmiðlarnir (Mainstream media) af stað, þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, þá halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/). Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Bandaríkjunum, Saudi Arabíu og Ísrael, svo og styrkt vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram þessum lygaáróðri.
KV.
US had extensive contact with Ayatollah Khomeini before Iran ...
America's secret engagement with Khomeini
CIA-assisted coup overthrows government of Iran
CIA 'helped Saddam Hussein make chemical weapons attack on Iran ...
Exclusive: CIA Files Prove America Helped Saddam as He gassed Iran
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 15:44
Hér er ágætur samanburður á útþenslu Islam versus krossferðirnar.
https://youtu.be/I_To-cV94Bo
Þrjátíu ára stríðið var stríð mótmælenda gegn rómönskum imperialisma sem kaþólska kirkjan stóð fyrir. Kristið trúarstríð sem sjálft gróf undan velmegun fólks með skæruhernaði og ránum sem steypti alþýðu manna í svelti. Protestantar höfðu betur þar og er það upphafið að lýðræðishefð í evrópu og sjálfstæði þjóða, sem festi rætur með frönsku byltingunni m.a.
Byltingin í rússlandi var jú réttilega síðustu fjörbrot þessara átaka gegn imperialismanum, en með hættulega ideológíu að grunni, sem reyndist verri en það sem fyrir var, þegar upp var staðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 16:22
Nú er annarskonar imperialismi að festa rætur. Það er imperialismi fjölþjóðafyrirtækja og bankstera. Auðvald sem ræður örlögum þjóða. Við sjáum forsmekkinn af því hér þar sem þessi peningaöfl hafa tekið yfir húsnæðismarkaðinn og skapað skortstöðu til okurs með dyggri hjálp blindra stjórnvalda og lífeyrissjóða. Við erum á góðri leið með að verða leiguliðar í eigin landi rétt eins og á lénstímabilinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2017 kl. 16:26
Í dag, 7. júní, eru 50 ár síðan Ísraelsmenn lögðu A-Jerúsalem undir sig.
Á sex dögum gersigruðu Íssraelsmenn margfalt fjölmennari heri þriggja arabískra nágrannaríkja. Þetta var ein mesta auðmýking sem Arabar hafa orðið að þola frá upphafi.
Hvaða áhrif þessir sex dagar höfðu á gang heimssögunnar er enn ekki komið í ljós.
Hörður Þormar, 7.6.2017 kl. 16:38
Það virðist alltaf vera stríð meðal sunni og shia muslimum. Það er allt í lægi , en þau getur gert það í svæði sem þau eru frá.
Merry, 7.6.2017 kl. 18:29
Sæl Merry
Ekki gleyma minnast á öll þau afskipti og stríð er Bandaríkin (CIA) og Ísrael hafa staðið fyrir í þessu sambandi.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.6.2017 kl. 19:45
Stríð kristinna falsara bankamammondómara andskotanna sem stýra stríðsglæpum jarðarinnar?
Guðsorkan góða hjálpi þessum sjúku mönnum dómstólaglæpafélaga og trúarbragðasvikara-stjóranna hér á jörðinni, við að snúa af sjúkri villu síns vegferðar.
Gildir bæn mín fyrir bæði kristnivilluráfandi og múslimavilluráfandi öfgamenn jarðarstjórnsýslunnar glæpsamlegu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2017 kl. 21:23
Þorsteinn blandar saman Ísrael og Bandaríkjunum í sömu mynd. Þetta kallast að ljúga með statistik.
Steinarr Kr. , 8.6.2017 kl. 10:24
Sæll Steinarr Kr.
Nei, en ég var að svara henni Merry hérna "Ekki gleyma minnast á öll þau afskipti og stríð er Bandaríkin (CIA) og Ísrael hafa staðið fyrir í þessu sambandi" nú og myndin þarna fyrir neðan í athugasemdinni var í samræmi við það allt saman, þú?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 10:55
Steinarr Kr. kannski er þessi mynd eitthvað betri?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 11:21
Á meðan þú blandar USA og Israel saman er þetta bara bull hjá þér.
Steinarr Kr. , 8.6.2017 kl. 16:28
Steinarr Kr.
Ég er ekki að blanda saman, en þetta er svona á þessu korti varðandi Bandaríkin og Ísrael. En ef þú ert ekki ánægður með Ísrael og Bandaríkin séu tekin svona saman á þessu korti, af hverju kemurðu ekki með bara tvö önnur kort, eða eitt yfir Bandaríkin og annað yfir það sem Ísrael hefur staðið fyrir?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 17:44
Ég hef bara yfir engu að kvarta gagnvart Bandaríkjunum eða Israel.
Steinarr Kr. , 8.6.2017 kl. 19:48
Blessaður Páll.
Þegar kemur að sögulegum tilvísunum þínum í þessum pistli, þá er leitun að annarri samansuðu hálfsannleika og hreinræktaðra staðleysa eins og þér tekst að koma hér saman. Blasir við öllum sem hafa lesið sér til um mannkynssöguna. Sem aftur vekur upp spurningar, um annað sem þú segir eins og tilvísanir þínar í málefni Evrópusambandsins. Eru meintar staðreyndir þínar áróður meðalsins eftir allt saman??
Leitt því ég taldi þig alltaf hafa standard. Og tilvísanir þínar hluti af þekkingargrunni mínum.
En hvað um það, ekki erindið, vil nota tækifæri og vitna í meitluð orð Jóns Steinars hér að ofan; þau eru alvaran sjálf:
"Nú er annarskonar imperialismi að festa rætur. Það er imperialismi fjölþjóðafyrirtækja og bankstera. Auðvald sem ræður örlögum þjóða. Við sjáum forsmekkinn af því hér þar sem þessi peningaöfl hafa tekið yfir húsnæðismarkaðinn og skapað skortstöðu til okurs með dyggri hjálp blindra stjórnvalda og lífeyrissjóða. Við erum á góðri leið með að verða leiguliðar í eigin landi rétt eins og á lénstímabilinu.".
Fjötrar í boði ???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2017 kl. 21:45
Sæll Steinarr Kr.
Hérna er eitthvað fyrir þig varðandi Bandaríkin, svo og fyrir neðan varðandi Ísrael, ég er alveg vissum að hann Páll hérna elskar að fá allar þessar upplýsingar.
Nú og hérna er varðandi Ísrael
"In 2014, Israel dropped bombs in more countries than any nation in the world, other than the United States. And each country attacked by the two military powers is predominantly Muslim.
Flags of the 4 countries Israel has bombed in 2014: Palestine, Sudan, Syria & Lebanon
(Image by St. Pete for Peace) Permission Details DMCA
Here's a quick look at the four countries that Israel has bombed in 2014.
Sudan
(35.4 million people, 96.7% Muslim)
On Monday, Israel dropped bombs on a suspected weapon warehouse in Sudan. Israel alleged that the site stored weapons that were bound for Hamas in Gaza.
Israel has carried out other bombing attacks inside Sudan in recent years. In 2012, eight Israeli planes struck a giant military factory outside of the capital, Khartoum.
And the Israeli air force carried out at least two secret operations in Sudan in January and February 2009. The first involved the bombing of a convoy carrying arms through Sudan to Gaza, in which 119 people were killed.
Palestine
(Gaza: 1.8 million people, 98% Muslim)
Israel is currently in the midst of an aerial onslaught and ground invasion in Gaza in what it calls "Operation Protective Edge."
Previous bombing attacks carried out by Israel in Gaza include the 2012 "Pillar of Defense" assault, and the 2008-2009 "Operation Cast Lead" in which 1,400 Palestinians were killed, including some 300 children.
Syria
(17.9 million people, 87% Muslim)
On June 23, a series of Israeli airstrikes killed four and wounded nine in Syria in what the Syrian government said was a "flagrant violation" of its sovereignty.
Israeli tanks struck a Syrian artillery launcher in 2012, and in 2013 Israeli warplanes carried out airstrikes on at least three different occasions.
Lebanon
(5.9 million people, 54% Muslim)
On February 25, Israeli warplanes hit a convoy inside Lebanon that it claims was carrying missiles.
Israel also attacked Lebanon in 2006 when it launched a 33-day war, and in 2013 when an air strike targeted an alleged armed group south of Beirut.
Eight Muslim countries bombed by Israel & US in 2014
The four countries Israel has attacked matches the number of countries attacked by the United States (Yemen, Somalia, Pakistan and Afghanistan) this year." (https://www.opednews.com/articles/Israel-Has-Bombed-4-Muslim-by-Chris-Ernesto-Israel-Bombs-Syria_Israel-Embassy_Israel-Lobby_Israel-palestinians-Multi-national-Peace-Talks-In-140724-74.html)
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 23:05
Þorsteinn Sch Thorsteinsson
Mér synist Þetta er bara false flag hjá þér.
Merry, 9.6.2017 kl. 15:53
Sæl Merry
Viltu þá ekki koma með eitthvað betra en þetta frá árinu 2010, eða þar sem að vantar hérna Líbýustríðið 2011 og Yemen inn á þetta kort.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.6.2017 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.