Styrmir: nýr hægrikrataflokkur

Nýr hægrikrataflokkur Samfylkingar, Viðreisnar og Bjartar framtíðar gæti verið í burðarliðnum, samkvæmt Styrmi Gunnarssyni fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins.

Félagsmálaráðherra, viðreisnarmaðurinn Þorsteinn Víglundsson, gerði Árna Pál, fyrrum formann Samfylkingar, að formanni stjórnar Tryggingastofnunar. Árni Páll leggur það í vana að sækja fé í opinbera sjóði þegar skotsilfrið er knappt.

Þá gera ráðherrar Viðreisnar/Bjartar framtíðar gælur við Dag borgarstjóra vinstrimanna í Reykjavík í upptakti kosninga næsta vor.

Framboðin þrjú eiga sameinginlegt að vera fylgislaus en með marga munna að metta. Stundum þarf að leggja í púkk. Kannski tekst Samfylkingu, Viðreisn og Bjartri framtíð að gera lítið úr engu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband