Sanngjarnt líf og ónýta fólkið

Sá sem spurður er hvort lífið sé sanngjarnt lítur í eigin barm, þó ekki nema sé í augnablik, og mátar sig við samfélagið. Sanngirni er hugtak sem bæði vísar inn á við til einstaklingsins og út í samfélagið.

Einstaklingur sem telur lífið á Íslandi annó 2017 ósanngjarnt er einstaklingur í ójafnvægi, sér ekki eigin lesti og kennir samfélaginu um; eða hitt að viðkomandi sé haldinn þráhyggju af einhverju tagi.

Og hverjir eru það sem helst telja lífið ósanngjarnt? Jú, stuðningsfólk Pírata og Samfylkingar. Þetta er sama liðið og kyrjar sí og æ sönginn um ónýta Ísland. Þeir sem eru ónýtir innan í sér sjá aldrei sanngirni í samfélaginu.


mbl.is Flestir telja lífið sanngjarnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Spurningin í fréttapistlinum er kannski ekki alveg sanngjörn né rétt fram sett.

Það var kannski ekki sagt frá því að verið væri að spyrja pólitískrar spurningar, um þessa svokölluðu pólitísku "sanngirni lífsins"?

Mín skoðun er sú að lífið er og verður alltaf sanngjarnt fyrir hvern og einn sem lifir því. Sanngirnin felst í að taka því af sjálfs síns bestu færni og ábyrgð sem vegferð skóla lífsins færir manni hverju sinni. Og svo auðvitað verður maður að muna eftir að þakka fyrir það á hverjum morgni, að hafa fengið leyfi til að fæðast á flækjustíganna verkefnaskólagöngu jarðarinnar.

Pólitíkin á ekkert erindi í svona spurningu, að mínu mati.

Pólitíkin er í raunveruleikans framkvæmd svo afskaplega ramma-takmörkuð, jarðnesk og yfirborðskennd. Og hefur þar af leiðandi í raun ekkert með það að gera hvort líf hvers og eins hefur verið á svokölluðum fjölmiðlanna spurningakeppnislistans "sanngirni".

Vegir lífsins eru í raun svo fjölmargir og órannsakanlegir, fyrir hvern og einn lífsins þátttakenda, að svona spurning gerir kannski hvern og einn bara enn ringlaðri en hann var fyrir spurninguna?

Hverju á viðkomandi að svara samkvæmt sinni fjölhliða og jafnvel fjölmiðlaóupplýstu skoðanasannfæringu? Hver var tilgangur surningarinnar í raun og veru?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2017 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband