Pírati, forsetinn og misheppnaða upphlaupið

Píratar eru ekki trúverðugir gæslumenn stjórnskipunar, sem þeir vilja feiga. Barátta Jóns Þórs pírata í dómaramálinu er dæmigert upphlaup.

Fyrst er málþóf á alþingi með tilheyrandi gífuryrðum, þá er hrundið af stað undirskriftarsöfnun og loks er forsetinn hvattur til að synja lögum staðfestingu.

Píratar og vinstriflokkarnir reyna reglulega upphlaup af þessu tagi. Í þetta sinn rann það út í sandinn.


mbl.is Ræddi við forseta um skipun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðuhöfundur ætti kannski sjálfur að fara rétt með staðreyndir.

Það er engin áskorun í gangi um að forseti synji neinum lögum staðfestingu í þessu máli enda ekki um neitt slíkt að ræða.

Þegar Alþingi greiddi atkvæði um skipan dómara Landsrétt var ekki verið að samþykkja nein lög heldur að ákveða val dómaraefna.

Samkvæmt lögum átti að kjósa sjálfstætt um hverja og eina tillögu ráðherra en ekki um allar fimmtán í einu lagi eins og var gert. Atkvæðagreiðslan var því í andstöðu við lög og er afar sérstakt að Alþingi skuli brjóta þau lög sem það sjálft setti fyrir tveimur árum síðan í þessu skyni.

Þar sem ómögulegt er að ráða af atkvæðagreiðslunni hvern hinna fimmtán umsækjenda var verið að samþykkja er í raun ekki hægt að líta öðru vísi á en svo að enginn þeirra hafi verið samþykktur. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir lögleg heimild til að skipa neinn dómara að svo stöddu.

Að vara forseta Íslands við því að skipa dómara við Landsrétt án löglegrar heimildar til þess er ekki upphlaup heldur samfélagsleg ábyrgð í verki. Hið raunverulega upphlaup er sú aðför sem ríkisstjórnarmeirihlutinn gerir að réttarríkinu með því að reyna að koma til leiðar ólöglegri skipan dómara þannig að hinn nýji dómstól fæðist beinlínis úr lögleysu.

Vonandi tekst að afstýra því stjórnskipunarlega stórslysi sem annars væri í uppsiglingu ef allir fimmtán dómararnir yrðu ólöglega skipaðir.

Hafi eitthvað runnið út í sandinn er það þessi bloggfærsla.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2017 kl. 16:06

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Guðmundur, þú ættir að fara rétt með staðreyndir.  Ég hef séð boð um að skrifa undir áskorun um þetta efni.

Steinarr Kr. , 6.6.2017 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steinarr. Um hvað snýst sú áskorun nákvæmlega?

Snýst hún um að skora á forseta að synja einhverjum lögum staðfestingu?

Eða að skora á hann að hann skipa ekki dómara án lagaheimildar?

Og hvort af þessu tvennu má hann ekki gera?

Ertu með staðreyndirnar á hreinu?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2017 kl. 18:54

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Þú ert farinn að rífast um keisarans skegg.

Steinarr Kr. , 7.6.2017 kl. 07:50

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steinarr.

Orðatiltækið um keisarans skegg vísar til aukaatriða máls. Þetta er aftur á móti aðalatriði máls, þannig að nei, ég er hvorki að rífast né um keisarans skegg, heldur er ég að rökræða um aðalatriði málsins.

Þannig er nefninlega mál með vexti að ef þetta hefði verið frumvarp til laga þá hefði verið fullkomlega heimilt að greiða um það atkvæði í einu lagi og ekkert ólöglegt við það í sjálfu sér.

En af því að þetta var ekki lagafrumvarp sem greidd voru atkvæði um, heldur tillögur ráðherra um skipan dómara, þá gilti um atkvæðagreiðsluna sérregla bráðabirgðaákvæðis IV. við lög um dómstóla. Þar kemur skýrt fram að Alþingi eigi að taka sjálfstæða afstöðu til hverrar tillögu fyrir sig en ekki í einu lagi til allra fimmtán. Þar sem ekki var farið eftir þessu var atkvæðagreiðslan ólögleg og í raun enginn tilnefning samþykkt.

Þeir sem hafa reynt að verja þessa ólöglegu framkvæmd, aðallega þeir sem að henni stóðu, hafa sér til varnar bent aðallega á tvennt. Í fyrsta lagi ákvæði í lögum um þingsköp sem gerir ráð fyrir að greiða megi atkvæði í einu lagu um allar greinar frumvarps til laga, nema sérstaklega sé óskað eftir því að greidd séu atkvæði um hverja frumvarpsgrein fyrir sig. Í öðru lagi að fyrir slíku fyrirkomulagi sé löng þingvenja sem búin sé að festa sig í sessi. Þetta er svo sem alveg rétt, en á því miður aðeins við um lagafrumvörp. Í lögum um þingsköp er hvergi fjallað um framkvæmd atkvæðagreiðslu um tillögur um skipan dómara enda er þetta í fyrsta sinn sem slík ákvörðun er tekin með þessum hætti þ.e. borin undir atkvæði Alþingis. Þar sem um nýmæli er að ræða þá getur heldur ekki verið fyrir hendi nein þingvenja enda er alls ekki venjulegt að gera þetta svona.

Af þessum sökum skiptir það höfuðmáli að ekki hafi verið um að ræða lagafrumvarp, því ef svo væri þá væri ekkert ólöglegt í sjálfu sér að greiða um það atkvæði í einu lagi. Þar sem þetta var ekki lagafrumvarp heldur tillögur um skipan dómara gilda aftur á móti um það sérreglur laga um dómstóla sem heimila Alþingi ekki að greiða atkvæði um allar tillögurnar í einu lagi heldur þvert á móti að greiða skuli atkvæði um hverja tillögu fyrir sig. Frá því er engin undanþáguheimild í lögum um þingsköp.

Þetta er sem sagt aðalatriði málsins en ekki keisarans skegg.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2017 kl. 15:36

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Það var samþykkt á fundi forseta Alþingis með þingflokksformönnum allra flokka að hafa framkvæmdina svona.  Ef þetta var svona ofboðslega ólöglegt af hverju hreyfði enginn mótmælum þá?  Keisarans skegg, þetta er frágengið mál.

Steinarr Kr. , 8.6.2017 kl. 10:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju hreyfði enginn mótmælum?

Af því sem hefur verið haft eftir skrifstofustjóra Alþingis í fjölmiðlum virðist sem þingheimi öllum hafi var talin trú um að það væri löglegt að greiða atkvæði um þetta í einu lagi, þó að það sé ekki rétt.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Alþingi gerir lögvillu. Þvert á móti hefur slíkum tilfellum farið fjölgandi í seinni tíð.

Og samkvæmt nýjustu fréttum er forsetinn genginn á sömu villigötur.

Þetta er engan veginn frágengið mál því minnst tveir af þeim sem ráðherra tók út af listanum ætla að höfða mál vegna skipunarinnar og í þeim málum mun reyna á lögmæti gjörningsins. Komist dómstólar að réttri niðurstöðu lögum samkvæmt mun þessi gjörningur verða dæmdur ógildur og mun þá með réttu þurfa að endurtaka dómaraskipunina með löglegum hætti.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2017 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband