Múslímaríki auka ófriðinn

Tvö stórveldi fyrir botni Miðjarðarhafs, Egyptaland og Sádi-Arabía, ásamt tveim smærri ríkjum freista þess að einangra það fjórða, Katar. Opinber ástæða er að Katar styðji hryðjuverkamenn.

Ásakanir um stuðning við hryðjuverkamenn er í reynd almenn pólitísk yfirlýsing um að stóru ríkin vilja ekkert með Katar að hafa. Öll ríkin styðja hryðjuverkamenn í einni eða annarri útgáfu.

Í miðausturlöndum er borgarastyrjöld í Sýrlandi, Jemen og Líbýu. Nýjasta útspilið í átakasögunni er ekki líklegt að kæta Bandaríkin sem eru með herstöð í Katar og í nánu vinfengi við Sáda og Egypta.


mbl.is Slíta stjórnmálasambandi við Katar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

HVER GEFUR SIG ÚT FYRIR AÐ VERA Í HLUTVERKI HVÍTA-KÓNGSINS                           Á SKÁKBORÐI LÍFSINS HÉR Á LANDI?

Er forseta íslands alveg sama þó að það sé stefnt að nýrri múslima-mmosku í sogamýrinni?

Þó að það standi í STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS  að það skuli VERNDA KRISTIN GILDI?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2159725/

Jón Þórhallsson, 5.6.2017 kl. 18:17

2 identicon

Sæll Páll

Er ekki komið nóg af þessum lygum um að borgarastyrjöld sé í Sýrlandi, Líbýu og Yemen.

Lygarnar um að gjöreyðingarvopn væru í Írak virkuðu líka fínt, til að hefja stríð gegn Írak 2003, en hérna Afganistan og Írak var ekki nóg fyrir Vesturveldin. Nú og því voru notaðar þessar lygar um að um að borgarastríð væri í Líbýu (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).

Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að fjármagna og styðja. Nú og við áttu bara að styðja allt þetta Múslimahatur fyrir fleiri svona stríð gegn hryðjuverkum, ekki satt?

Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/)

Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt  vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum lygaáróðri. Það er vitað að Saudi Arabía er í stríði gegn Yemen, svo og styrkja stjórnvöld í Bandaríkjunum þetta stríð gegn Yemen. 

KV.


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.6.2017 kl. 19:52

3 identicon

Sæll aftur Páll
Hérna er virkilega góð ræða : https://www.facebook.com/abnormalsocietymedia/videos/1453160404779201/

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2017 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband