Sigmundur sameiningartákn vinstrimanna

Vinstrimiðillinn RÚV kallar reglulega til sín skjólstæðinga sína, vinstrimenn af ýmsum sortum, til að vitna. Bæði er þetta gert í fréttum og spjallþáttum.

Vinstrimönnum gengur erfiðlega að finna samnefnara innan eigin raða. Þess vegna eru þeir í svo mörgum flokkum. Á alþingi eru þeir fjórklofnir en utan þings var um daginn stofnaður sósíalistaflokkur til að auka á kraðakið.

Vegna skorts á samstöðu innan eigin raða finna vinstrimenn sér sameiningartákn meðal andstæðinga sinna. Um aldamótin og fram yfir hrun var Davíð Oddsson sameiningartáknið en síðustu ár er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kominn í hlutverkið.

Sameiningartákn vinstrimanna eiga það sameiginlegt að vera öflugir stjórnmálamenn, vilja ekki bylta stjórnarskránni, eru andvígir ESB-aðild en hlynntir stöðugleika og starfa í þágu almennings. Það segir töluverða sögu um vinstrimenn hverja þeir velja sem sameiningartákn. Sigmundur Davíð má vel við una.


mbl.is Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Snilldar lýsing á fyrirbærinu og spennandi vegna fyrirsagnar pistilsins.

Munnlegur þáttur álitsgjafa vinstri bútanna um stórhuga framtak Sigmundar,lesa þeir ranglega sem þörf fyrir völd. Ólíkt Evu Heiðu hjá ST.2 sem var með skynsamlegt álit rétt í þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2017 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband