Föstudagur, 26. maí 2017
Múslímastjórnmál og vestrænt lýðræði
Erdogan Tyrklandsforseti rekur milda útgáfu af múslímskum hreintrúarstjórnmálum; hann rekur mann og annan úr opinberum embættum. Hreinsanir af þessu tagi voru algengar í Austur-Evrópu þegar heimshlutinn var undir alræði kommúnista.
Á Gasa-ströndinni stunda Hamas-samtökin harðari útgáfu af múslímapólitík og taka menn af lífi án dóms og laga.
Í trúarmenningu múslíma er ríkur stuðningur við að gera trúarlöggjöf múslíma, sharía, að landslögum. Vestrænt lýðræði og múslímastjórnmál eru ósamrýmanleg.
Hamas tók þrjá af lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varla voru það "múslimastjórnmál" hjá Austur-Evrópuþjóðunum þegar hreinsanirnar stóðu þar allt frá hreinsunum Stalíns?
Þetta voru og eru skilgreindar kristnar þjóðir
Ómar Ragnarsson, 26.5.2017 kl. 13:38
En greinilega samrýmanleg alræði kommonista sem höfnuðu kristni algjörlega.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2017 kl. 13:57
Múslímastjórnmál eru ein tegund hreintrúarstjórnmála, kommúnismi er önnur gerð hreintrúarstjórnmála. Fyrir þá sem verða fyrir barðinu eru útkoman svipuð; hreinsanir og aftökur.
Páll Vilhjálmsson, 26.5.2017 kl. 14:05
Eftirlátssemi frammámanna í Evrópu er að leiða okkur undir pilsfald sharía. Múslimskir nauðgarar fá afslátt á refsingu, á grundvelli "kynferðislegrar skyndiþarfar", bæði í Svíþjóð og Austurríki. Jafnvel þegar fórnarlömbin eru börn. Ásakanir um hatursorðræðu eiga við um alla nema múslíma, þeim leyfist að hóta limlestingum og dauða án þess að yfirvöld aðhafast nokkuð. Þeir mega ljúga, stela og drepa því þeir eru ekki undirsettir hin kristnu boðorð sem réttarríki okkar grundvallast á.
Með öðrum orðum múslimar njóta forréttinda sem aðrir vestrænir borgarar njóta ekki. Við erum sett skör lægra eins og hverjir aðrir dhimmis, en það kallast gyðingar og kristnir í löndum sem lúta íslömsku stjórnarfari. Og það eru stjórnvöld hinna vestrænu ríkja sem ákveða þetta.
Ragnhildur Kolka, 26.5.2017 kl. 14:09
Kommúnistastjórnir hafa aldrei lotið kristni þvert á móti hefur kristni ávalt átt undir högg að sækja í ríkjum þeirra.
Ég tek heilshugar undir orð Ragnhildar, eftirlátsemi vestrænna stjórnvalda er á góðri leið með að útrýma vestrænum og kristnum gildum til að rýma til fyrir múslímskum sharia gildum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.5.2017 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.