Föstudagur, 26. maí 2017
Ríki íslams og Nató sem alheimslögga
Ríki íslams er heiti á hryðjuverkasamtökum annars vegar og hins vegar nafn á tilraun til að setja saman trúarríki múslíma á svæði þar sem nú eru Írak og Sýrland.
Sumir, t.d. dálkahöfundurinn Thomas L Friedman, vilja aðgreina baráttuna gegn hryðjuverkasamtökum múslíma á vesturlöndum frá stríðinu í miðausturlöndum.
Nató er ekki með neitt hlutverk sem hernaðarsamtök innan landamæra aðildarríkjanna. Nató er til að verja ytri landamæri aðildarríkja sinna.
Ef Nató fær aukið hlutverk að berjast gegn Ríki íslams verður vettvangurinn miðausturlönd. Nató var hvorki stofnuð sem alheimslögregla né eru samtökin til þess hæf.
Vestræn ríki ættu að hafa sem langtímastefnu að draga sig úr trúarstríði miðausturlanda en ekki að auka á hörmungarnar þar.
NATO í bandalagi gegn Ríki íslams | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.