Slæm staða flokks án foringja

Tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, voru jafn stórir eftir kosningarnar 2013, hvor með fjórðungsfylgi. Flokkarnir mynduðu ríkisstjórn og endurreistu Ísland; sjálfsvirðingu þjóðarinnar var borgið með afturköllun ESB-umsóknar og hrunið gert upp í sátt við þjóðina.

Margir lögðu hönd á plóginn en forystan var í höndum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Hann var maðurinn sem leiddi fram þá lausn í gjaldþrotamálum föllnu bankanna er tryggði farsæla niðurstöðu fyrir þjóðina.

Sigmundur Davíð varð fyrir rætnari árásum en dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu. Undir forystu RÚV var framleiddur spuni um að Sigmundur Davíð væri spilltur stjórnmálamaður. Hann var knúinn til að segja af sér embætti forsætisráðherra og kosningum var flýtt.

Rétt fyrir kosningarnar gekkst klíka í Framsóknarflokknum fyrir því að fella sigursælasta formann flokksins á þessari öld. Sigurður Ingi Jóhannsson þáði embætti formanns frá klíkunni.

Í kosningunum síðast liðið haust hrundi fylgi Framsóknarflokksins niður í 11,5 prósent á meðan samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkur, jók fylgið í 29 prósent.

Mælingar eftir kosningar sýna Framsókn fastan í tíu prósent fylgi. Flokkurinn, sem er eldri en lýðveldið, er verr staddur en nokkru sinni í 100 ára sögu Framsóknar.

Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er ,,Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir" og er höfð eftir Sigurði Inga sitjandi formanni. En Framsóknarflokkurinn er án tækifæra þar sem flokkurinn fórnaði foringja fyrir formann.

 

 

 


mbl.is Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tvö hrun urðu hér á landi frammi fyrir heimsbyggðinni:  Bankahrunið í október 2008 og slæm afglöp SDG í apríl 2016. 

Sumir virðast aldrei geta gert sér grein fyrir þessu, heldur kenna rústabjörgunarstjórn Jóhönnu um afleiðingar bankahrunsins og rústabjörgunarstarfi Sigurðar Inga um afleiðingarnar af hruni Framsóknarflokksins. 

Ómar Ragnarsson, 25.5.2017 kl. 18:04

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú berð saman bankahrunið, Ómar, og viðtalsfyrirsát RÚV gagnvart Sigmundi Davíð. Nokkuð langt gengið hjá þér í samanburði.

Páll Vilhjálmsson, 25.5.2017 kl. 18:26

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hinn mikli "foringi" SGD tapaði kosningu. Hans eigin flokkur hafnaði honum. Hann getur að sjálfsögðu boðið sig fram aftur og kannski orðið formaður aftur. Hver veit? 

Wilhelm Emilsson, 25.5.2017 kl. 22:00

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver ætli hafi samið handrit leikritsins, og tekið þátt í að plana sviðshirðfíflaganginn í leikhúsi fáránleikans, frá upphafi?

Það gengur ekki að nota sömu lygina tvisvar alveg óbreytta, og þess vegna á að kalla þennan "nýja" einhverju öðru nafni en "Nýja" Framsókn?

Þetta er vandræðalegt og aumkunarvert.

Hvað ætli mörgum hafi verið stillt upp varnarlausum og hótað í þessu leiklistar ruglferli, og hverju skyldi hafa verið hótað? Ætli einhver sé til í að ræða það opinberlega og undanbragðalaust?

Þetta eru nú engir heilagir englar sem stýra þarna í herbúðum baklandsins í enn einni svokallaðri "Nýju" Framsókn Sjálfgræðgiflokkanna. Það ætti enginn að reyna slíkar sakleysislegar útúrsnúninga skýringar, sem vill láta taka mark á orðum sínum hér á spillta Íslandi valdníðsins.

Ekki von að neitt skáni hér á Íslandi, með svona svikavinnubrögðum, kúgunum og blekkingum. Kúgunum og blekkingum af hálfu þeirra sem fara með lögmanna/dómstóla-valdakúganir og banka/lífeyrisrán á skattpíningar þrælaeyjunni. Brenna húsnæði ofan af fólki og þræla sumu fólki til dauða! Skömm Íslands!

SDG sagði sjálfum sér upp vinnunni í Stjórninni í vor, og nú er sagt að einhverjir aðrir flokksmenn en hann hafa farið á Bessastaði og sagt honum upp í vinnunni? Hann var ekkert að hafa fyrir því að tala um það uppsagnarferðalag fyrst við þingflokksfélagana né aðra flokksfélaga? Hvers vegna er stundum sagt að aðrir flokksmenn hafi svikið hann, þegar það var hann sem sveik alla þingflokksfélagana?

Er hvítt ennþá hvítt og svart svart? Eða er búið að snúa því við líka?

Hér er ýmislegt sem ekki hefur verið útskýrt undanbragðalaust og á skiljanlegu mannamáli, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

Orkan góða í alheimsgeimnum blessi okkur syndugu og gölluðu, og hjálpi okkur að vakna til raunveruleikans eins og hann er. Hættum þessu blekkingarbulli, sem er skaðlegt fyrir alla, og ekki síst skaðlegt fyrir þá sem komast upp með slíkar blekkingar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2017 kl. 22:54

5 identicon

Fylgið hrundi undir forystu Sigmundar Davíðs. Það vita allir ja eða flestir.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 23:49

6 Smámynd: rhansen

SIGGI bara "fúll" á móti  með svartann blett á tungunni ...eða ? ...I annann stað Anna Sigriður þá er ekki verið að stofna stjornmálaflokk ...og svo  i þriðja lagi FYLGIÐ hrundi ekki undir forustu SDG heldur  ósannindaþvælu Rúv um Panamaskjölin sem  auðtrúa sauðir trúðu og Siggi littli  sagði fólki það  að hann sjálfur væri svo mikið betri !!   ..þAð er komið held eg heilt bókasafn sáldsagna um SDG sem ekki eiga ser stoð  i veruleikanum ..En Vitiborið fólk hlytur að fara hætta þessu rugli ,annars er bara eitthvað mikiðð að sem reyndar hefur marg synt sig að er !!

rhansen, 26.5.2017 kl. 01:28

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála rhansen! Siggi litli  veit vel að það var smalað í rútur út á landi til að fella þann sem Ólafur Ragnar Grímsson hafði mesta trú á. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2017 kl. 02:33

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fylgi Framsóknar var komið niður undir pilsnerstyrk þegar SDG var felldur sem formaður.

Nú er verið að reyna að smíða nýjan sannleika þar sem SIJ er kennt um fylgishrunið.... leikhús fáránleikans á þessari síðu.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.5.2017 kl. 16:19

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

En eitt er dagljóst.  Ef SDG verður formaður Framsóknar á ný er flokkurinn dæmdur til stjórnarandstöðu.

Það mun enginn flokkur fara í samstarf við SDG.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.5.2017 kl. 16:27

10 Smámynd: rhansen

Jon Ingi .þú ert brjostumkennannlegur  ,hefur svo sem verið það oft áður ! ....Hugsaðu að þinum flokki það ætti að duga þer i bráð  ,ekki satt ?  ,Láttu aðra um að velja sitt 

rhansen, 27.5.2017 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband