Óstofnað félag stærra en Framsókn

Óstofnað stjórnmálafélag Sigmundar Davíðs er orðið stærra en Framsóknarflokkurinn, mælt í áhuga og athygli sem félagið fær. Framsókn undir núverandi forystu er brauðmolaflokkur sem lætur sér nægja að hirða molana af veisluborði stjórnmálanna.

Undir forystu Sigmundar Davíðs var Framsóknarflokkurinn leiðandi afl í stjórnmálum, setti dagskrá umræðunnar og fór með forystu í ríkisstjórn.

Framsóknarmenn geta engum kennt um nema sjálfum sér. Hallarbylting fyrrverandi formanna kortéri fyrir síðustu kosningar leiddi flokkinn út í eyðimörkina.

 


mbl.is Fyrrverandi formenn stjórna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ertu með einhverjar tölur sem styðja þetta?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.5.2017 kl. 09:46

2 identicon

Páll þarf ekki tölur þegar þær eru óþægilegar. SDG vann stórsigur en skilaði flokknum í 10% fylgi sem eftirmanni hans tókst ekki að laga enda var skammur tími til stefnu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2017 kl. 12:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áhugi og athygli mælist m.a.í fögnuði pólitískra munaðarleysingja vegna þessa bráðaðkallandi framtaks.Menn hafa kynnst hans góðu áformum sem rýma svo vel við óskir allra um framfarir og réttlæti.
Sigurður,hafði eftirmaður Sigmundar engan tíma? --þurfti aðeins 2,tíma til að brjóta gefin opinberleg loforð um að bjóða sig ekki fram gegn sitjandi formanni. Aldeilis sprettur á honum þá.              

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2017 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband