Mannkynið varð til í Evrópu

Nýjar rannsóknir færa upphaf mannsins til Evrópu frá Afríku. Til skamms tíma var talið að sameiginlegur forfaðir okkar tegundar, homo sapiens, og núlifandi apa kæmi frá Afríku. Aðskilnaður tegundanna hafi orðið fyrir um 7 milljónum ára.

Tveir steingervingar af formanni, sem fundust í Búlgaríu og Grikklandi, og eru 7,2 milljónir ára staðsetja upphaf tegundarinnar í Suður-Evrópu.

Týndi hlekkurinn er nefndur Graecopithecus freybergi, með viðurnefnið ,,sá gríski". Fái fundurinn staðfestingu í vísindasamfélaginu verður Grikkland bæði fæðingarstaður mannkyns og lýðræðis.

Grikkland í dag er marggjaldþrota land með örlög Evrópusambandsins í hendi sér. Sem minnir okkur á tvenn íslensk spakmæli um að oft velti lítil þúfa þungu hlassi og að allt sé í heiminum hverfult.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kynþættirnir komu allir úr sitthvorri áttinni utan úr geimnum á mismunandi tímum  og hófu sitt líf hér á mismunandi stöðum svo að það er ekki hægt að tala um einhvern 1 upphafsstað mannkyns hér á jörðu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1364649/

Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 08:59

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón alltaf góður :-)

Wilhelm Emilsson, 24.5.2017 kl. 09:12

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er nákvæm saga margra ólíkra hópa utan úr geimnum til jarðarinnar á mismunandi tímum: 

http://www.galactic.no/rune/colonisation.html

Það var engin þróun frá öpum til manna hér á jörðu.

Jón Þórhallsson, 24.5.2017 kl. 09:17

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Varð ekki þróun mannsins fyrst til við stofnun ESB og Samfylkingarinnar! Núna er sú þróun á enda, lýst er eftir útfarastjóra.

Ómar Gíslason, 24.5.2017 kl. 17:44

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaðan úr geimnum kom mannkynið?

Sumir halda því fram að Guð hafi skapað heiminn og þar með mannkynið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.5.2017 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband