Sjálfstæðisþingmenn utan ríkisstjórnar

Ef það er rétt að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla ekki að styðja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ríkisstjórnin fallin.

Ríkisstjórnarþingmenn geta ekki eina stundina stundað meirihlutasamstarf en þá næstu sagt sig frá ríkisstjórnaraðild.

Eftir frétt Morgunblaðsins verða sjálfstæðisþingmenn utan ríkisstjórnar að gefa sig fram. Ef þessir þingmenn eru ekki tækir í ríkisstjórn verður að gera viðeigandi ráðstafanir.


mbl.is Sjálfstæðismenn samþykkja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!


Gætir þú ekki verið sammála mér um að taka upp franska KOSNINGA-KERFIР       hér á landi; þannig að forseti ÍSLANDS myndi leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og þyrfti að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð?

Jón Þórhallsson, 23.5.2017 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eins og kosninga/ flokkakerfið  á Íslandi er byggt upp í dag                               að þá eru allir alltaf óánægðir.

Jón Þórhallsson, 23.5.2017 kl. 14:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Falli þessi ríkistjórn er okkar langþreytta þjóð komin að þolmörkum þess að trúa og treysta nokkrum af þessum flokkum. Eitt er garenterað að við sem kusum af okkur ESB og skuldakúgunina,höfum í engu breytt okkar stefnu. Samtakamáttur okkar getur ekki horft lengur aðgerðarlaus á   eyðilegginguna.. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2017 kl. 15:40

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er Páll ekki að taka aðeins of djúpt með árinu?

Er ekki möguleiki að það sé hægt að lagfæra vitleysuna hans Benna fjármálapúka svo að allir 32 ríki stjórnarmenn geti verið ánægðir með það?

En ég held að það sé komin tími á núverandi Ríkistjórn, áður en þeir gera eitthvað tómt rugl, sem ekki verður aftur snúið með.

Tími frændana og hækjunar i heilbrigðisráðuneytinu er liðin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 23.5.2017 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband