Sunnudagur, 21. maí 2017
Oflaunaðir læknar - spurning að leggja Landsspítala niður
Læknar á Íslandi eru oflaunaðir í skjóli ríkiseinokunar á lækningum. Hjá læknum er áhugi að auka pilsfaldakapítalisma þar sem ríkið borgar raunlækningar sem og oflækningar. Slíkt fyrirkomulag er bæði sóun og spilling.
Í stað pilsfaldakapítalisma ætti að taka umræðu um að leggja niður opinberan sjúkrahúsrekstur og láta læknamarkaðinn um að veita þjónustuna.
Um 10 prósent af þjóðarframleiðslu fer í heilbrigðismál. Hægt væri að lækka skatta á almenning og láta frjálsum félagasamtökum um að sinna eftirspurninni, bæði þeirri sem snýr að raunlækningum og oflækningum.
Stefnumótun til 10-15 ára um að afbyggja núverandi fyrirkomulag og þróa nýtt er eðlilegur tími. En við skulum byrja umræðuna á öðru en pilsfaldakapítalisma gráðugra lækna og einkafyrirtækja, sem hugsa um það eitt að mjólka sjóði almennings.
Bestu launin hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslenskir læknar voru þegar orðnir þeir hæst launuðu í 32 löndum samkvæmt rannsókn OECD árið 2007. Hærra launaðir en bandarískir kollegar þeirra, sem þess utan taka áhættu í rekstri. Hæst launaðir miðað við mið-laun í landinu. Og íslenskir læknar taka enga áhættu því ríkið tekur hana fyrir þá (skattgreiðendur). Þetta er að verða farsi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2017 kl. 14:33
Sammála að það eigi að hætta með ríkisrekna heilbrigðisþjónustu, en veit ekki mikið um laun lækna á Íslandi.
En ég hef aldrei öfundað aðra sem eru með meiri tekjur en ég og auðvitað á ekki að draga fólk niður í tekjum, heldur eiga þeir sem eru að öfundast út í tekjur annara að koma sínum tekjum hærri.
Með frjálst heilbrigðiskerfi þá er það framboð og eftirspurn sem koma til með að ákveða laun lækna.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2017 kl. 17:56
Besta leiðin væri að láta alla lækna bjóða í sín störf eins og þegar smiðir bjóða í verk.
=Að allir umsækjendur um nýjar stöður skili inn tilboðum í lokuðum umslögum til Landlæknis:
Hvað myndu skurðlæknar t.d. vilja fá mikið í laun fyrir að vinna frá 8-16 alla virka daga í 4 ár?
Þannig kæmist á jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar í þessum málum.
Jón Þórhallsson, 21.5.2017 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.