Laugardagur, 20. maí 2017
Sigurður Ingi týndi auðmýktinni
Sigurður Ingi varð formaður Framsóknarflokksins út á auðmýkt. Klíkan að baki Sigurðar Inga bjó til frásögnina að vegna eineltis RÚV gagnvart framsóknarmönnum yrði að jesúa sig með lítillæti.
Fáeinum mánuðum síðar, eftir tapaðar kosningar og fylgishrun, er öll auðmýkt gleymd og grafin. ,,Við hvern á að segja sorrý?" spyr formaðurinn með þjósti.
Sigurður Ingi og klíkan að baki honum ætti að biðjast afsökunar á yfirgengilegasta dómgreindarleysi í allri hundrað ára sögu Framsóknarflokksins. Það er sérstök framsóknarheimska að fella formann sem í fyrsta sinn á þessari öld gerði Framsókn að veldi í íslenskri pólitík.
Ástandið gæti verið betra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu Páll.
Það er því miður ekki hægt að treysta Sigurði Inga.
Ég áttaði mig fyrst á þessu þegar hann og Eygló sendu vin sinn Geir Haarde í Landsdóm fyrir engar sakir.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 20.5.2017 kl. 18:01
Framsóknarmenn kusu nýjan formann. Málið er ekki flóknara en það.
Wilhelm Emilsson, 20.5.2017 kl. 18:41
Framsóknarflokkurinn varð rjúkandi rúst í apríl í fyrra eftir "yfirgengilegasta dómgreindarleysi í 100 ára sögu flokksins, ekki dómgreindarleysis Sigurðar Inga, heldur Sigmundar Davíðs, dómgreindarleysis sem öll heimsbyggðin horfði upp á.
Ómar Ragnarsson, 20.5.2017 kl. 18:47
ÞEIR SEM EKKI ERU I FRAMSÓKN .VITA HELD EG LITIÐ UM HVAÐ ÞEIR TALA her ? En greinilegt að SIJ og Eygló og þeirra litlu aftaniossar .eru að drepast úr hræðslu af eigin skömmum og verða fljótlega látin róa .!
rhansen, 20.5.2017 kl. 19:45
Það geta ekki allir verið jafn skyggnir og þú, rhansen.
Wilhelm Emilsson, 20.5.2017 kl. 20:42
Rhansen er ekki ein(n) sem er skyggn, ég ættla að bærast í hóp þeirra skyggnu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2017 kl. 18:03
Ég verð með Rhansen og Janni þótt seint sé,það er gestkvæmt hjá mér um þessar mundir.
Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2017 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.