Altæk fátækt og viðmiðunarfátækt

Einu sinni var til altæk fátækt á Íslandi. Bók Tryggva Emilssonar er um þann tíma þegar fátæklingar voru umkomulausir. Þeir tímar eru liðnir.

Þótt eflaust séu til stök dæmi um altæka fátækt hér á landi eru það algjörar undantekningar. Við breytum ekki samfélaginu vegna undantekninga.

Fátækt sem er til umræðu í dag er viðmiðunarfátækt. Hópar sem búa við skertar bjargir, t.d. öryrkjar, eiga minna á milli handanna en Meðal-Jóninn.

Umræða um viðmiðunarfátækt og úrræði við henni eru hluti af reglulegri skoðun á því hvernig við viljum haga samfélagi okkar.

Við leysum aldrei viðmiðunarfátækt, hún verður með okkur á meðan við kunnum hlutfallareikning. Spurningin er við hvað skal miðað annars vegar og hins vegar hvernig skal bregðast við. Og það er verkefni stjórnmálanna.


mbl.is Fátækt stelur draumum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er nóg að finna upp orð eins og "viðmiðunarfátækt" og "þeir sem hafa minna á milli handanna en Meðal-Jóninn" til breiða yfir aðstæður þúsundir Íslendinga sem ekki eiga fyrir mat hluta úr hverjum mánuði, þær þúsundir barna sem svelta af þeim sökum, og þær tugþúsundir sem fara á mis við ótal hluti sem þykja sjálfsagðir, eins og það að halda barnaafmæli?

Ómar Ragnarsson, 16.5.2017 kl. 22:48

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hvað þarf mikla peninga til að halda upp á barnaafmæli?

Wilhelm Emilsson, 17.5.2017 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband