Þriðjudagur, 16. maí 2017
Baltasar, Aumingja-Bjartur og hinir vangefnu
Tvær meginútgáfur eru til af Bjarti í Sumarhúsum, höfuðpersónu Sjálfstæðs fólks. Sú yngri, sem vinstrimenn halda upp á, er Aumingja-Bjartur; ógeðfelldur þrælahaldari, fávís um tilgangsleysi brauðstritsins og steypir öllum nálægt sér í glötun.
Eldri útgáfan af Bjarti endurspeglar bókarhluta Sjálfstæðs fólks: Landnámsmaður Íslands, Skuldlaust bú, Erfiðir tímar og Veltiár. Bjartur er í þeirri útgáfu raunsannur fulltrúi margra kynslóða íslenska sveitasamfélagsins sem áttu sér það sameiginlega markmið að fara fyrir búi - verða bændur og húsfreyjur. Átti maður ekki bú var lífshlaupið misheppnað. Nánast var jafnaðarmerki á milli þess að eiga bú og eiga fjölskyldu. Búskussi þótti meiri maður en duglegt hjú. Búið skildi á milli manndóms og fjötra vinnumennsku.
Baltasar er reykvískur kvikmyndagerðarmaður. Um þann hóp segir Óttar Guðmundsson geðlæknir:
Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. [...] Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann.
Meiri líkur en minni eru að við fáum Aumingja-Bjart í meðförum Baltasar. Vangefið landsbyggðarfólk er betri söluvara á mölinni en trúverðug lýsing á mannlífi íslensku sveitarinnar forðum daga.
Baltasar leikstýrir Sjálfstæðu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það nógu gott að múslimi sjá um leikstjórnina?
Mun hann ekki njóta þess að gera okkar Kristnu þjóð að aumingjum og hálfvitum eins og sýnt er í Djöflaeyjunni þar sem að hann kemur inn í söguþráðinn sem hetjan en allir aðrir eru aumingjar?
Ertu sáttur við að setja 1 milljarð af skattfé í svona aumingjamynd
og annan milljarð í aðra séríu af "Ófærð" (Þar sem hjarta eru skorin úr negrum í sturtuklefum)?
Jón Þórhallsson, 16.5.2017 kl. 07:18
Er ekki full snemmt að rakka mynd Baltasars niður áður en hún er sýnd?
Ómar Ragnarsson, 16.5.2017 kl. 11:48
Bloggið er um tvær útgáfur Bjarts, Ómar, og þá lensku reykvískra kvikmyndagerðamanna að sýna landsbyggðarfólk í neikvæðu ljósi.
Vonandi tekst vel til með leikræna útfærslu á texta skáldsins.
Páll Vilhjálmsson, 16.5.2017 kl. 11:58
Takk fyrir þennan þarfa pistil Páll. Eins og jafnan túlkar þú viðhorf hins þögla minnihluta. Þó að Balti eigi kvikmyndaréttinn að þessu öndvegisskáldverki Halldórs Laxness þá þarf að brýna fyrir honum að vanda sig við gerð handritsins. Ég veit að Baltasar mun gera sitt bezta en hins vegar má efast um aðkomu samstarfsaðilans.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.5.2017 kl. 12:55
"þögla meirihluta" átti þetta að sja´lfsögðu að vera
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.5.2017 kl. 12:57
Er allt fólkið í 1.Maí-göngunni sátt með að setja sínar
SKATTKRÓNUR / 2 MILLJARÐA
í að markaðssetja íslenska eymd og í aðra þáttaséríu (myrkurmynd) eins og Ófærðina?
Jón Þórhallsson, 16.5.2017 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.