Lundafléttan og æðiskast á alþingi

Ríki og sveitarfélög eiga margvísleg samskipti. Skattar, eignir, lög og reglulgerðir flæða þar á mill án þess að ástæða sé að tortryggja umferðina enda hvorttveggja opinberir aðilar.

Stjórnarandstaðan gerði samning ríkisins við Garðabæ tortryggilegan á þeirri forsendu að of lágt gjald kom fyrir. Nú liggur í augum uppi að ekkert annað sveitarfélag en Garðabær kom til álita sem kaupandi að Vífilsstöðum. Verðmiðinn sem slíkur er þess vegna aukaatriði. Hvort ríkið eða tiltekið sveitarfélag fái meira eða minna í viðskiptum innbyrðis er innansveitarkróníka stjórnsýslunnar.

En Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gerði alþjóð, og þingheimi sérstaklega, greiða með því að nefna lundafléttuna um falskaupin á Búnaðarbankanum í þessu samhengi. Bæði er athugasemdin áminnig um hversu illa fer oft þegar flokksgæðingar í einkarekstri nýta sér aðgengi að ríkisvaldinu og ekki síður hitt að reglulega þarf að tappa af pólitískum blóðþrýstingi stjórnarandstöðunnar.

Vinstrimenn í stjórnarandstöðu sinna ekki stjórnmálum í venjulegum skilningi, heldur bíða þeir eftir tækifæri að taka æðisköst. Ef langt líður á milli æðiskasta leggst uppdráttarsýki á stjórnarandstöðuna, samanber Pírata sem geta ekki sinnt þingskyldum nú um stundir vegna hópeflisfunda í þingflokknum. Benedikt gaf áhrifalausum og einskins nýtum þingmönnunum tækifæri á eins og einu æðiskasti. Og öllum líður betur á eftir.


mbl.is Engin svör, aðeins „skítkast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það væri ekki ofrausn að skaffa þingmönnum sérstakt hvíldarherbergi.Það er auðvitað lauflétt að vera fyrir utan og henda gaman að atinu þarna,þannig hafa líka spaugara oft sett eitt og annað bitastætt  á svið í sjónvarpinu gegnum tíðina.

Ekki ætla ég að gera lítið úr spennu núverandi stjórnarandstöðu,sem heldur  allan daginn aftur af sér (þá aðallega vegna tapaðra tækifæra til að rífa sjálfstæðið af þjóðinni). Æðisköstin væru vel framkvæmanleg í hvíldarherberginu og spennunni yrði aflétt.-  Þessu líkt sýndi írskur spaugari í einum af vikulegum þáttum í sjónvarpinu fyrir tugum ára-....Og framkallaði krampaköst því hann sýndi inn í "hvíldarherbergið" auðvitað stórvel leikið... 

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2017 kl. 22:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Krampaköst áhorfenda af hlátri; 

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2017 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband