Taphrina vinstrimanna er endalaus

Vinstriflokkar í Evrópu og frjálslyndir í Bandaríkjunum eru í samfelldri niðursveiflu. Á fáum mánuðum tapa vinstrimenn og frjálslyndir forseta- þing- og héraðskosningum í Bandaríkjunum, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi. Í sumar tapa þeir þingkosningum Bretlandi, spurningin er aðeins hve stórt tapið verður.

Héraðskosningarnar í Norður-Rín Vestfalíu í Þýskalandi boðar tap vinstriflokka í þingkosningunum í haust.

Sigurvegarar í vestrænum ríkjum síðustu misseri eru ýmist hófsammir mið- og hægriflokkar (Holland, Frakkland, Þýskaland, Bretland) eða lýðhyggjumenn eins og Trump í Bandaríkjunum.

Mið- og hægriflokkar eru í stakk búnir að svara áhyggjum almennings vegna alþjóðavæðingar, efnahagslegu misrétti og flóttamannavanda. Í þessum málaflokkum eru vinstriflokkar úti á þekju.


mbl.is Flokkur Merkel með mikilvægan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband