ESB fórnar Írum vegna Brexit

Forsætisráðherra Breta, Theresa May, sækir umboð til þjóðarinnar vegna úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Og veitir ekki af. Evrópusambandið hyggst refsa Bretum fyrir úrsögnina og finnst allt til þess vinnandi, jafnvel að fórna hagsmunum Íra, sem eru ESB-ríki.

Írski hagfræðingurinn David McWilliams fer með almælt tíðindi þegar hann segir ESB ekki hafa efni á að bjóða Bretum sanngjarna útgönguskilmála. Sanngirni af hálfu ESB bæti þýtt að Bretar stæðu vel eftir úrsögn, sem ylli flótta úr sambandinu. Þar með væri sögu ESB lokið.

Harðir skilmálar gagnvart Bretum og knésetning efnahagskerfisis er óskaniðurstaða valdahafa í Brussel. Þannig yrði fælingarmátturinn mestur gagnvart öðrum ESB-ríkjum, sem íhuga úrsögn. 

En það kemur Írum illa að breska efnahagskerfið verði fyrir hnjaski. Mestur útflutningur íra fer til Bretlands. Krappa í Bretlandi þýðir kreppa á Írlandi. Hagsmunir Íra eru að Bretar fái sanngjarna skilamála.

Írar eru smáþjóð í Evrópusambandinu. Og hagsmunum smáþjóða er fórnað þegar stórveldið ESB á í hlut.


mbl.is Vaxandi forskot Íhaldsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glöggur er Páll í ESB-greiningum sínum eins og jafnan.

Ímyndið ykkur svo, hvernig farið yrði með Ísland, ef það væri að reyna að koma sér út úr þessu hrokafulla Evrópusambandi!

Jón Valur Jensson, 9.5.2017 kl. 13:53

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESB er eins og ofbeldisfullur eiginmaður, sem hótar börnunum, ef konan vill skilja við hann. Áður en teprurnar byrja að hneykslast á þessari samlíkingu, þá vil ég benda á að sjálfur leiðtogi Gíbraltar, hefur lýst ESB með sömu orðum og hann er ekki einu sinni andvígur sambandinu (fangelsinu).

Sjá hér.

Theódór Norðkvist, 9.5.2017 kl. 17:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Datt svipað í hug Theódór,en fólk lætur ekki af löstum sínum þótt fengið hafi vald í stóru sambandi.

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2017 kl. 18:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Theódór!

Jón Valur Jensson, 9.5.2017 kl. 19:41

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Hvað ertu eiginlega að meina, og þið hin hérna í þessari umræðu?

Eru Bretastjórarnir hryðjuverkalagabankandi allt í einu orðnir alsaklausir og sanngjarnir englar?

Um hvað eruð þið eiginlega að tala?

Er til of mikils ætlast að fólk rökstyðji hvers vegna hryðjuverkalaga-herdeildin heimsveldis-bankandi og ræningjavædda fær allt í einu svona mikinn stuðning af kvalara sínum?

Það ætti að vera auðvelt fyrir hámenntaða, vel nettengda og skynsama einstaklinga sem vilja láta taka mark á sér, að rökstyðja á siðmenntaðra ríkja mannamáli, hvers vegna hryðjuverkabankandi og rænandi heimsveldið fær nú varnir og skjól hjá sumum á Íslandi?

Það verða ekki talin marktæk útskýringarrök frá há-siðmenntaðra og almennra einstaklinga útskírurum, að segja að ég sé bara fáfróður vitleysingur með "rangar" skoðanir, og skilji ekki tilgang og réttlætingu villimennskunnar í bankaræningjanna heimsveldisins valdaránspólitík.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2017 kl. 20:28

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Anna, ekkert stórveldi er góðgerðarstofnun eða Hjálpræðisherinn. Bretar voru stórveldi fyrir ekki svo löngu síðan og eru reyndar nokkuð öflugt ríki ennþá. ESB er samt tíu sinnum verra en þeir, að mínu mati. Aðrir kunna að hafa aðra skoðun og þeir mega það.

Theódór Norðkvist, 9.5.2017 kl. 22:17

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Anna Sigríður.

 það þarf engan proffa til að skilja þetta. ESB'stjórnendur eru sárreiðir Bretum fyrir úrsögnina úr sambandinu og geta/vilja ekki bjóða þeim sanngjarna útgönguskilmála. Gerðu þeir það bjóða þeir hættunni heim á að aðrar þjóðir sambandsins feti í fótspor Breta. (þeir eru þá ekki grunlausir um hvað þjóðir ESb líða fyrir forherðinguna í efnahagsmálum þeirra) -EN þeir vita jafnframt að það bitnaði á lítilli þjóð í ESB >Irum,þar sem mestur útflutninur þeirra er til Breta.

Þeim litlu og aflminni er fórnað,þegar stórveldinu misbýður,eftir að hafa sjálfir klúðrað peningamálum sínum.

 Þessu líkt gerist æði oft í sambúðarskilnaði tveggja einstaklinga.

Ekki færa börnunum neitt verðmætt,þá græðir forræðis'foreldrið.

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2017 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband