And-Le Pen sigrar: valdastéttin sameinast

Bandalag gegn Le Pen frambjóðanda Þjóðarfylkingarinnar sigraði í kosningunum í Frakklandi og gerði Emmanuel Macron að forseta. And-Le Pen forsetinn stöðvaði í Frakklandi þróun sem hófst með Brexit, hélt áfram með kjöri Trump í Bandaríkjunum og var mótmæli gegn valdastéttinni í vestrænum ríkjum.

Eftir sigur Macron er verkefnið að finna út hvað sameinar valdastéttina.

Vestræna valdastéttin stóð saman að alþjóðavæðingu sem hagspekingar eins og Joseph Stiglitz segja að stuðli að ójöfnuði. Eins og Trump í Bandaríkjunum lofaði Le Pen að vinda ofan af alþjóðavæðingunni og setja Frakkland í fyrsta sæti.

Macron varð ekki forseti með því að lofa aukinni alþjóðavæðingu. Hann kynnir sig sem föðurlandsvin gegn þjóðernishyggju Le Pen.

Valdastéttin mun ekki sameinast um alþjóðavæðingu. Helsta tákn hennar, Evrópusambandið, stóð frammi fyrir dauðadómi ynni Le Pen. Með kjöri Macron var snaran tekin af hálsi ESB en sambandið stendur enn á aftökupallinum.

Handan Ermasunds, í Bretlandi, heldur Brexit áfram. Talsmaður valdastéttarinnar, Will Hutton, segist ekki hafa séð það svartara á sinni ævi. Þar talar gamall maður hokinn reynslu.


mbl.is Macron alvarlegur í sigurræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú eru Frakkar búnir að styrkja stöðu sína sem helsti "kjölturakki" Þjóðverja innan ESB.....

Jóhann Elíasson, 8.5.2017 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband