Núllvextir og alþjóðavæðing auka ójöfnuð

Eftir fjármálakreppuna 2008 reyndu stærstu seðlabankar heims að halda atvinnulífinu gangandi með núllvöxtum og peningaprentun. Í meginatriðum tókst að koma í veg fyrir að fjármálakreppan yrði að efnahagskreppu með atvinnuleysi og samdrætti.

En sá galli fylgdi gjöf Njarðar að núllvextir og peningaprentun juku ójöfnuð á vesturlöndum, sem þegar var hafin undir merkjum alþjóðavæðingar.

Vaxandi ójöfnuði fylgja pólitískar hamfarir. Frjálslyndir vinstriflokkar víðast á vesturlöndum eru meira og minna í rúst. Trump sigraði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum undir merkjum andstöðu við alþjóðavæðingu. Brexit er önnur afleiðing.

Það verða ekki frjálslyndir og vinstrimenn sem munu bæta ójöfnuð síðustu áratuga. Þeir seldu sig alþjóðavæðingunni fyrir löngu. Önnur pólitísk öfl eru í framsókn.

 


mbl.is Hinir ríkustu verða ríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband