Miðvikudagur, 3. maí 2017
Sósíalistaflokkur stofnaður í gjaldþroti
Aðaleigandi og útgáfustjóri Fréttatímans, Gunnar Smári Egilsson, stofnar Sósíalistaflokk um leið og fyrirtækið hans er gjaldþrota.
Gunnar Smári stofnaði til útgáfu Fréttatímans í samvinnu við auðmenn. Eftir að hafa platað þá í misheppnað ævintýri er komið að almenningi.
Stuðningsmenn Gunnars Smára koma úr röðum vinstrimanna sem til skamms tíma gerðu sér dælt við Pírata.
Ferill Gunnars Smára frá því að vera handlangari Jóns Ásgeirs á Fréttablaðinu og í milljarðaruglinu með prentsmiðju á Englandi og fríblaðaútgáfu í Danmörku yfir í gjaldþrota Fréttatíma er slíkur að sósíalistar og vinstrimenn hljóta að taka honum fagnandi.
Gjaldþrota rekstur hæfir gjaldþrota hugmyndafræði.
Fréttatíminn fer í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll vertu
Að draga dár að Gunnari Smára í þeim kringumstæðum sem hann er í er ekki fallegt. Gunnar Smári var hluti auðvaldsins, varði það með kjafti og klóm, safnaði auði og flau einkaþotum. Nú er hann búinn að sólunda fénu og er bitur og gramur eftir því.
Gunnar Smári er orðinn öreigi. Hann vill því byltingu þar sem auðvaldið lætur fé sitt af hendi rakna með illu þar sem það fæst ekki með góðu. Jón Baldvin telur Gunnar Smára töluglöggan þótt fátt sé fjær lagi. - Væri ekki ráð fyrir Gunnar Smára að láta bara eftir sér að slaka á eins og málunum er komið?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 3.5.2017 kl. 13:15
Hvers vegna ætti maður að treysta á þá sem eru varðir af glæpabönkum? Ekki verða glæpamenn Hæstaréttar gjaldþrota? Vegna þess að þeir eru ekki á vanskilaskránni sem gefin er út af þeim sjálfum, og glæpaembættum bankanna dómstólavörðu?
Betur treysti ég gjaldþrota manni sem ekki er í náðinni hjá Hæsta(ó)rétti, heldur en auðmanni sem hæðist að þeim sem hann hefur rænt og skilið eftir í bankafyrirgreiðslu-neitunum og þjónustusvikum Hæsta(ó)réttar Íslands.
Siðblindan er orðin svo mikil í samfélaginu, að sumum finnst eðlilegt að verja ræningja og hæðast að þeim blekkta, réttarkerfis-varnarlausa, rænda og gjaldþrota!
Skömm Íslands á sér engin takmörk, að því er virðist. Og sumir vinna við að verja þessa banka/lífeyrissjóða-ræningjanna stýrðu Íslands svika skömm?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2017 kl. 13:31
Anna. Vanskilaskrá er haldið úti af Creditinfo hf.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2017 kl. 16:24
Getur maður ekki fundið til með Gunnari Smára. Þetta er patetískt ástand hjá manninum sem eftir allt sem á undan er gengið er kominn að þeirri hatursniðurstöðu að hann verði að jafna um auðvaldið til að ná sínum hlut sem honum finnst hann verðskulda vegna hæfileika sinna.Ekkert var honum að kenna heldur öðrum.Þeir skulda honum.
Halldór Jónsson, 4.5.2017 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.