Brexit drepur EES-samninginn

Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, mun fyrr heldur en seinna ganga af EES-samningnum dauðum. Samningurinn var upphaflega hugsaður sem áfangi á leið inn í Evrópusambandið.

Það liggur fyrir að hvorki Noregur né Ísland eru á leið inn í Evrópusambandið. Bretar ætla ekki að ganga inn í EES-samninginn. Að þessum tveim forsendum gefnum er augljóst að fyrirkomulagið sem Bretar og ESB semja um sín á milli verður fýsilegri kostur fyrir Ísland og Noreg en núverandi EES-samningur.

Gildi samningsins fyrir Evrópusambandið mun einnig snarminnka eftir að Bretland gengur úr sambandinu. Bretland er mun stærri viðskiptaaðili Evrópusambandsins en Ísland og Noregur til samans. EES-samningurinn verður þriðja flokks útgáfa af samvinnu Evrópuríkja við Evrópusambandið.

Bretland, Noregur og Ísland standa utan Evrópusambandsins vegna þess að ríkjunum er fullveldið kærara en samrunaferli þjóðanna á meginlandi Evrópu. EES-samningurinn grefur jafnt og þétt undan fullveldinu og stenst ekki til frambúðar.

En það er sem sagt beðið eftir Bretum og fyrirkomulagi þeirra á tengslum við Evrópusambandið. Tímaramminn er tvö til fjögur ár.

 


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði um EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband