10 ára pólitísk kreppa á Íslandi

Ríkisstjórnir féllu 2009 og 2013 vegna hrunsins. Stjórnmálaflokkar klofnuðu og nýir voru stofnaðir; Borgarahreyfingin, Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Sósíalistaflokkur síðast í gær.

Verkalýðshreyfingin fer ekki varhluta af kreppunni. VR, eitt stærsta verkalýðsfélagið, logar í illdeilum og skiptir reglulega um formann.

Hrunið á tíu ára afmæli eftir 17 mánuði. Við tókum út efnahagskreppuna á fáeinum mánuðum. Frá 2011/2012 er jafn og stöðugur hagvöxtur án atvinnuleysis.

En pólitíska kreppan mun vara í áratug eða lengur. Hrunið 2008 var annað og meira en efnahagsmál. Það var fjörbrot sjálfsmyndar þjóðarinnar. Brotna sjálfsmynd tekur tíma að laga. Þess vegna er enn pólitísk kreppa.


mbl.is Stjórnin fylgdi ekki formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þegar stórtækar konur blogguðu hér að erlendis myndu þær látast vera einhverra annara þjóða,t.d.Finnskar.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2017 kl. 16:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ehhh... tókum út efnahagskreppuna á nokkrum mánuðum ???

Er það þess vegna, núna á níunda ári hrunsins, sem varla líður sá dagur þegar dómstólar landsins eru opnir, sem ekki eru flutt þar mál er varða ágreining vegna uppgjörs viðskipta við gömlu bankana?

Nei, það er sko langt frá því "búið að gera upp hrunið". Óbætt tjón heimilanna nemur enn mörg hundruðum milljörðum króna hið minnsta.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2017 kl. 17:18

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta verður ekkert gert upp.  Að auki: ekkert mun breytast.  Fólk er of vitlaust til þess.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.5.2017 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband