Sósíalismi lifir á fátækt

Til að sósíalismi þrífist þarf fátækt. Efnisleg fátækt, þegar fólk á ekki í sig og á, er ekki til í velferðarsamfélagi eins og því íslenska. Allir sem vilja fá vinnu og geta framfleytt sér.

Í velmeguninni vex fram önnur fátækt, sem nýstofnaður sósíalistaflokkur gerir út á. Fátækt samjafnaðarins birtist í vanmetakennd. Ef maður hefur það ekki ,,jafn gott" og náunginn er maður fátækur.

Samjafnaðarfátækt er alltaf hægt að búa til enda byggist hann á ímyndun um hvernig aðrir hafa það. Sósíalisminn er verkfæri til að búa til raunverulega efnislega fátækt úr ímyndaðri samjafnaðarfátækt.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn hvað það er gott að vita að til sé fólk, sem líður svona vel í þeirri fullvissu að fátækt sé ekki til á Íslandi. Að launatekjur fyrir skatt upp á kvart milljón séu yfirdrifið nóg á sama tíma og húsnæðið eitt, ef það er þá fáanleg, kostar lungann af þeirri upphæð. 

Ómar Ragnarsson, 2.5.2017 kl. 07:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er gott orð, samjöfnuður og á vel við það sem um er fjallað. Það er einmitt vegna þess að sósíalisminn vill fletja alla út, hafa alla á bótum, að ekki er mögulegt að hjálpa þeim sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Sósíalisminn vill afnema fátækt m.þ.a. gera alla fátæka. 

Ragnhildur Kolka, 2.5.2017 kl. 10:37

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Staðreyndin með vinstri flokka er að þeir þurfa allaf að vera að skipta um föt og kennitölu og var ekki til hérna sósíalistaflokkur fyrir stríð? 

Stjórnendur vinstri flokka hafa aldrei geta staðið uppúr stígvélunum nema því aðeins að þeir hafi verið fóðraðir af einhverjum sem taldi sig geta haft hag af svona kjánum. 

Svo þegar fóðurgjöfinni er hætt og tími til komin að færa til á bumbu strekkjaranum þá dettur botninn úr tunnunni og í ljós kemur að hún er tóm.    

Hrólfur Þ Hraundal, 2.5.2017 kl. 11:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sameiningarflokkur alþýðu - sósíalistaflokkurinn, starfaði og bauð fram í kosningum 1939, 1942, 1942, 1946, 1949 og 1953. 

Allan þann tíma vörðu þeir Stalín og kommúnistaríkin í blóðspreng og voru því réttilega kallaðir "kommarnir", því að helstu leiðtogar Kommúnistaflokksins, sem hafði boðið fram 1931, 1933 og 1937, höfðu tögl og haldir í sósíalistaflokknum, sem varð til við samruna Kommúnistaflokksins og vinstri arms Alþýðuflokksins. 

Í Alþýðubandalaginu 1956 runnu þessir inn í það kosningabandalag og störfuðu ötullega áfram í einstökum flokksfélögum, einkum Sósíalistafélagi Reykjavíkur.

Þótt Alþýðubandalagið væri lagalega skilgreint sem stjórnmálaflokkur í kosningunum 1956, 1959, 1959, 1963 og 1967, varð ekki formlegur stjórnmálaflokkur fyrr en undir lok sjöunda áratugarins.  

Ómar Ragnarsson, 2.5.2017 kl. 13:43

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Af hverju hafa þessir flokkar heitið einhverjum sjö eða átta nöfnum og síðan klofnað reglulega í ótal flokksbrot og -brotabrot. Er það ekki vegna þess að þeir hafa ekkert fram að færa, annað en að hækka skatta af peningum sem eru ekki til?

Vinstri menn halda að verðmætin verði til á skrifstofunum í Fjármálaráðuneytinu og ekki fyrir dugnað, uppfinningasemi og framtak frumkvöðla í atvinnulífinu. Þeir halda að það sé bara nóg að hækka skatta á þá sem eru ríkari, oft fyrir eigin dugnað en þó ekki alltaf.

Dreifa síðan ölmusufénu til hinna fátækari, sem eru mjög oft fátækir, af því það borgar sig ekki að vinna og sýna framtak og frumkvæði, út af háu sköttunum sem áttu að útrýma allri fátækt. Hvar hefur þessi stefna tekist? Í Venesúela? Í Sovétríkjunum sem fóru á hausinn? Á Kúbu?

Theódór Norðkvist, 2.5.2017 kl. 14:52

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hreint óviðjafnanlegur Páll í stíl um uppspunnið víl. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2017 kl. 16:24

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vesalings Páll.Hann hefur starfað sem kennari,þar sem almenningur sér fyrir honum með því að greiða honum laun.Nú afneitar hann sosialismanum, sem hann tilbað.Búst má við að hann umhverfis aftur.Rétt eins og sá, sem tilbað kapitalismann, en segist nú vera sosialisti.Tveir pólar á sama fleti.

Sigurgeir Jónsson, 2.5.2017 kl. 17:17

8 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Sósíalismi er afkvæmi fátæktar, verður til þegar fólk er búið að fá nóg af frekju og afætuhætti peningaaflana.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 2.5.2017 kl. 17:56

9 Smámynd: Steinarr Kr.

Sósíalismi er afkvæmi "gáfumenna" sem héldu að það væri hægt að stjórna mannsandanum með einhverjum "vísindum".

Steinarr Kr. , 2.5.2017 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband