Sunnudagur, 30. apríl 2017
Endalok stóra stjórnarskrármálsins - byltingin næst á dagskrá
Stóra stjórnarskrármálið var tilbúningur vinstrimanna. Þeir kenndu stjórnarskránni um hrunið og gerðu breytingar á henni að forgangsmáli. Stjórnarskráin er eldri en lýðveldið og aðeins dómgreindarlaust fólk tengir hana við hrunið. Stefið um ónýta Ísland var kyrjað af vinstrimönnum og meðhlaupurum þeirra til að afla málstaðnum fylgis.
Ólögmætar kosningar til stjórnlagaþings kenndi vinstrimönnum ekki neina lexíu. Þeir böðluðust áfram og skipuðu stjórnlagaráð sem hafði ekkert umboð frá þjóðinni.
Fyrir kosningarnar 2013 knúði meirihluti vinstrimanna á alþingi fram löggjöf um afbrigði í stjórnarskrármálinu. Lögin fá lítilfjörlegan dauðdaga, eins og til var stofnað.
Og hvað er að frétta af vinstrimönnum? Jú, þeir ætla að stofna byltingarflokk í nafni sósíalisma á morgun, 1. maí. Vitleysunni verður ekki logið upp á vinstrimenn.
Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gott! Af því að ég veit að við fjölgum okkur ekki svo ört að byltingarflokknum nýtist reynslulausir nýliðar,er víst að megin uppistaðan kemur úr örþreyttum nær útdauðum Samfylkingarflokki.
Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2017 kl. 14:35
Vandamál tengd stjórnarskránni hafa lítið með innihald hennar að gera heldur mun fremur að það er einfaldlega ekki alltaf farið eftir henni.
Svo dæmi sé tekið eru mannréttindi brotin í hvert einasta skipti sem framin er nauðungarsala án þess að þolanda gerðarinnar sé gefinn kostur á að bera ágreining um kröfuna undir dómstóla. Þannig hefur fólk raunverulega verið gert heimilislaust án dóms og laga í tugþúsundatali.
Þessar afleiðingar hrunsins stafa ekki af neinum göllum á stjórnarskránni heldur framferði sem beinlínis brýtur gegn henni.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2017 kl. 15:56
Ég sé nú reyndar ekkert að því að þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrárbr eytingar. Er það ekki bara lýðræði og lýðræði hefur alla tíð verið keppikefli borgaraflokkanna. Andstaða lýðræðis er miðstýringin og alræðið sem vinstri menn lofuðu fyrrum í Austur Evrípu.
Jósef Smári Ásmundsson, 1.5.2017 kl. 05:41
Íslendingar hafa bara sagt álit sitt í kosningum um 5 greinar af rúmlega 100 greinum þeirrar nýju stjórnarskrár. Er ekki eitthvað undarlegt að segja að íslendingar hafi samþykkt yfir 100 greinar nýrrar stjórnarskrár, þegar einungis 5 voru samþykktar?
Er ekki annars búið að lauma þessari 5 greina stjórnarskrá ("111 gr.") í gegn, á bak við almenning? Það er allavega verið að innleiða ESB reglur á fullri ferð, (án þess að virða þær í stjórnsýslustofnunum). Þær ESB reglur eru líklega ekki afgreiddar án þessarar nýju fjallabaksleiðar 5 greina stjórnarskrár?
Þarf ekki siðferðis og hugarfarsbreytingu ásamt slatta af skilningi lögmanna og dómsstólavaldhafa, á að lög og reglur eru til að fara eftir þeim á réttfarslega verjandi hátt? Annars er líklega tilgangslaust að vafstrast í að semja og samþykkja lög og stjórnarskrá. Eða hvað?
Ég skil ekki stjórnsýsluna á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2017 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.