Málþóf og öryggisventlar lýðræðisins

Eftir hrun varð málþóf á alþingi birtingarmynd pólitískrar upplausnar. Málþófið var afleiðing, og hún fremur mild, t.d. í samanburði við götuóeirðir.

Tillaga um að stemma stigu við málþófi með ákvæðum um þjóðaratkvæði er hættuleg og myndi fremur auka málþóf en minnka. Í þjóðaratkvæði eru fylkingar og dilkadrátturinn byrjar á alþingi. Ef þjóðaratkvæði yrði innleitt sem reglulegt fyrirbæri er hætt við að málþóf yrði notað til að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu í máli sem með réttu er alþingis að ákveða.

Almennar kosningar er traustur og reyndur öryggisventill lýðræðisins. Sé litið til reynslunnar eftir hrun er ekki hægt að segja annað en að öryggisventillinn virki.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave eru afbrigði, sem virkuðu undir sérstökum kringumstæðum. Tilraunir vinstristjórnar Jóhönnu Sig. um þjóðaratkvæði vegna kosninga til stjórnlagaþings annars vegar og hins vegar um stjórnarskrárdrög mistókust.

Breytum ekki fyrirkomulagi sem virkar.


mbl.is Níu í fullri vinnu við málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband