Léttvæg vantrú

Vantrúaður lögmaður óttast að gagnrýni sem hann kynni að hafa í frammi gagnvart múslímatrú yrði notuð af fólki með aðrar skoðanir en hann sjálfur. Skilaboð lögmannsins eru að betur heima setið en af stað farið með gagnrýni á trúarbrögð sem hann þó telur að séu ,,þau skaðlegustu á hnettinum."

Rökleg niðurstaða lögmannsins er að gagnrýna skuli fremur þau trúarbrögð sem eru saklaus í samanburði við íslam - til að lenda ekki í félagsskap ósamboðnum vantrúarfólki.

Ef maður er sannfærður um eitthvað, t.d. að trúarbrögð séu blekking, en ákveður jafnframt að láta vera að gagnrýna ekki skaðlegustu blekkinguna er sannfæringin harla lítils virði.

Gagnrýni, hvort heldur í trúmálum, pólitík eða menningunni almennt, er framlag til umræðu. Hvernig umræðan þróast, þ.e. hverjir taka undir eða grípa til andmæla, er aukaatriði ef gagnrýnin er sett fram af heilindum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessi vantrúaði lögmaður hefur samt skrifað tvær a.m.k. greinar til að gagnrýna íslam.

https://www.vantru.is/2015/04/15/09.00/

Trúarbrögð dauðans

Frekar léttvægt af blaðamanni að taka það ekki fram.

Matthías Ásgeirsson, 27.4.2017 kl. 08:21

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég var að fjalla um þessa röksemd lögmannsins en ekki aðrar greinar sem hann kynni að hafa skrifað. En ágætt hjá þér Matthías að vekja athygli á að viðkomandi hafi gagnrýnt íslam. Það gefur aftur til kynna að eilítið vanti upp á samkvæmnina hjá lögmanninum. Kemur fyrir besta fólk.

Páll Vilhjálmsson, 27.4.2017 kl. 09:11

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sért þú múhameðstrúar,íslamisti eða partur af þeim trúarbrögðum sem ræktuðust af barnaníðingnum, morðingjanum Múhameð sem nú er löngu steindauður, þá skalt þú halda áfram að vera það, því heimska er ill læknandi.  

 Það trúa allir einhverju, jafnt dýr sem menn og þar með líka það fólk sem kynnir sig sem vantrúar, eða hvað er vantrú, ef það er ekki trú?

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2017 kl. 09:17

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það virðist fyrst og fremst vanta eitthvað upp á samkvæmnina hjá þér Páll. Í greininni sem þú vísar hér á er meira að segja gagnrýni á íslam. Skilaboðin sem þú lest er úr greinni eru einfaldlega þín túlkun, ekki hans.

Matthías Ásgeirsson, 28.4.2017 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband