Eiturkoss Junckers og grýlan Pútín

Macron sigurvegari fyrri umferðar forsetakosninganna í Frakklandi varð fyrir því óláni að fá stuðningsyfirlýsingu frá Juncker forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandinu.

Eiturkoss, segir Euractive, enda orðspor ESB í henglum: vildi Hillary, fékk Trump og sagði nei við Brexit en útkoman varð já.

Til að bæta ímynd Macron helsta grýla Evrópusambandsins sett á flot, Pútín Rússlandsforseti. Ef Pútín er almáttugt illmenni, eins og ESB heldur fram, er kyndugt að hann skuli kominn í það hlutverk að geta ekki afgreitt eins og eitt forsetaframboð í Frakklandi. En betra er að veifa röngu tré en öngvu í pólitík.


mbl.is Macron fyrir árásum rússneskra hakkara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Satt segirðu Páll, því ef einhver er óvinsælli en Hollande þá er það Juncker. Líklega hefur allt ESB legið á bæn um að Juncker myndi styðja Le Pen. Yfirlýsingin gerir þessa kosningabaráttu virkilega spennandi.

Ragnhildur Kolka, 25.4.2017 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband