Jón Baldvin: Samfylkingin var mistök

Jón Baldvin Hannibalsson var kallaður guðfaðir Samfylkingar þegar flokkurinn var stofnaður um aldamótin. Þessi fyrrum formaður Alþýðuflokksins segir núna:

Við lít­um svo á og það var ráðandi skoðun á fund­in­um að til­raun­in með Sam­fylk­ing­una hefði í stór­um drátt­um mistek­ist.

Samfylkingin var stofnuð eftir að Jón Baldin og félagar höfðu í áratugi talað um mistökin sem urðu þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði 1930 með stofnun Kommúnistaflokks Íslands. Eftir þá höfuðsynd klofna flokkar vinstrimanna á eins til tveggja áratuga fresti: Sósíalistaflokkurinn 1938, Alþýðubandalagið 1956, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969, Bandalag jafnaðarmanna 1983 og Þjóðvaki 1994.

Í stuttu máli klofna vinstrimenn þriðja eða fjórða hvert kjörtímabil alla lýðveldissöguna. Saga vinstriflokka er saga mistaka. Ástæðan er einföld. Við höfum Sjálfstæðisflokk sem dekkar hægrivíddina í þjóðlegum stjórnmálum og Framsóknarflokkinn sem er heimili félagshyggjuarms þjóðlegra stjórnmála.

Vinstriflokkar, hvaða nafni sem þeir nefnast, eru boðflennur í tveggja turna stjórnmálum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eingöngu þegar höfuðflokkum verður á í messunni eiga vinstriflokkarnir færi á landsstjórninni.

Eftir hrunið 2008 var fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldissögunnar mynduð. Og það var eins og við manninn mælt, klofningsárátta vinstrimanna klauf þjóðina í herðar niður - í málum sem kennd eru við Icesave og ESB.

Óopinbert slagorð Samfylkingarinnar er ,,ónýta Ísland". Slagorðið endurspeglar pólitíska sjálfsvitund vinstrimanna. Aðeins í rústum lýðveldisins fá vinstriflokkar hljómgrunn.


mbl.is Vill sameina jafnaðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Eigum við ekki að taka slaginn við vinstrið og nota þeirra eigin slagorð?

Ónýtt Vinstra fólk :)

Hrossabrestur, 25.4.2017 kl. 08:43

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Er það ekki betra að fá lítinn blett í lakið heldur en stóran blett í þjóðfélaginu.

Ómar Gíslason, 25.4.2017 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband