Vísindi, trú og lýðræði

Vísindi eru góð fyrir sinn hatt ef þau eru skilin sem frjáls umræða og frjálsar rannsóknir. Gamanið fer aftur að kárna ef vísindin eru tekin sem safn óhrekjanlegra kennisetninga, líkt og trúarbrögð.

Lýðræðinu er ekki vel þjónað með því að setja vísindin á stall til að vegsama. Vísindin eru mistæk eins og önnur mannanna verk. Einu sinni voru mannkynbótafræði háalvarleg vísindi.

Vísindi eru, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins það sem þeir er þau stunda taka gott og gilt á hverjum tíma.


mbl.is Gengið fyrir vísindin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Efla vísindin alla dáð?".

http://www.ruv.is/frett/kristjan-vill-ad-hommar-fai-ad-gefa-blod

Jón Þórhallsson, 22.4.2017 kl. 16:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sá gönguna líða niður Skólavörðustíg fannst satt að segja hjákátlegt að heyra menn kalla "áfram vísindi",hefði hljómað mun smekklegri hvatning "eflum vísindin"!

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2017 kl. 19:32

3 Smámynd: Mofi

Það sem við höfum í dag eru alls konar skoðanir sem eru settar upp sem vísindi holdi klædd, eða óumdeildan sannleika sem bannað er að efast um. Alveg sammála að frjáls umræða og frjálsar rannsóknir séu kjarni alvöru vísinda.

Mofi, 22.4.2017 kl. 22:14

4 Smámynd: Hörður Þormar

Er tilveran nokkuð annað en meðvitund okkar? Það er spurning sem vísindin munu sennilega aldrei geta svarað: Closer To Truth - Donald Hoffman Interviews

Hörður Þormar, 22.4.2017 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband