Laugardagur, 15. apríl 2017
Atvikastjórnmál og uppákomur
Atvikastjórnmál ganga út á að bregðast við uppákomum. Þau eru alþjóðlegt einkenni. Trump er sagður hafa fyrirskipað flugskeytaárás á Sýrland í framhaldi af uppnámi dóttur hans, Ivönku.
Hér heima er afsögn Sigmundar Davíðs fyrir rúmu ári dæmi um atvikastjórnmál. Vandræðalegt sjónvarpsviðtal fékk pólitískar afleiðingar vegna uppnámsins sem tókst að skapa.
Fjölgun fjölmiðla leiðir til lélegri blaðmennsku. Í því skjóli er auðvelt að búa til uppákomur sem fela í sér pólitískar afleiðingar atvikastjórnmála. Ýkjur og falsfréttir eru hráefni atvikastjórnmála.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.