Trump: Nató ekki lengur úrelt

Í janúar sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að Nató væri úrelt stofnun. Á fundi í gær með Stoltenberg framkvæmdastjóra Nató sagði Trump að Nató væri ekki lengur úrelt.

Sinnaskipti Trump eru rakin til þess að hann telji núna Rússland vera aðalóvin Bandaríkjanna og þurfi sterkt Nató til að kljást við Rússa í Evrópu. Ráðgjafi Trump, Steve Bannon, sé kominn út í kuldann af sömu ástæðu.

Meint eiturvopnaárás Assad Sýrlandsforseta, sem nýtur stuðnings Rússa, er helsta ástæða breyttrar stefnu Trump. Frásögnin af árásinni er vefengd af sjálfstæðum heimildum.

Að eiturvopnaatvik í Sýrlandi geri Nató að þarfaþingi er dálítið langsótt. En að Trump varð forseti var líka nokkuð langsótt. 


mbl.is Trump fjarlægir sig frá Bannon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Snaggaralegur pistill!

Wilhelm Emilsson, 13.4.2017 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband